Falsfréttum dreift í Washington D.C. Andri Eysteinsson skrifar 16. janúar 2019 21:46 Falska blaðið er nauðalíkt hinni sönnu útgáfu Washington Post. Twitter/Ian Kullgren Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Falskri útgáfu Washington Post var í dag dreift víða um Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Blaðið var dagsett 1. maí 2019 og var forsíðufrétt blaðsins sú að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump hefði sagt af sér embætti forseta og hafi yfirgefið Hvíta húsið. Blaðið sem var nauðalíkt ósviknu Washington Post blaði var fullt af fréttum sem gagnrýndu forsetann. Washington Post greinir frá þessu í dag. Falsfréttirnar birtust ekki bara á blaði heldur líka á vefsíðu sem átti að líkjast vefsíðu Washington Post. Hið sanna Washington Post birti yfirlýsingu á Twitter síðu sinni þar sem greint var frá því að blaðið sem væri í dreifingu væri falskt. Hópur aktívista sem kallar sig Yes Men hafa stigið fram og sagt verknaðinn vera á þeirra vegum.There are fake print editions of The Washington Post being distributed around downtown DC, and we are aware of a website attempting to mimic The Post’s. They are not Post products, and we are looking into this. — Washington Post PR (@WashPostPR) January 16, 2019 Aðalfréttin í fölsku útgáfu Washington Post fjallaði, eins og áður sagði, um afsögn og flótta Donald Trump úr forsetaembættinu. Trump átti að hafa skilið eftir afsagnarbréf á servíettu í skrifstofu forsetans. Samkvæmt fréttinni hélt Trump því næst rakleitt til borgarinnar Yalta á Krímskaga. Samkvæmt Yes Men hópnum kostaði aðgerðin um 40.000 dali, 25.000 eintök voru prentuð en eingöngu var um 10.000 eintökum dreift. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fölskum dagblöðum er dreift af hópnum en sama var upp á teningunum árið 2008, skömmu eftir að Barack Obama var kosinn forseti. Þá var fölskum New York Times blöðum dreift.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira