Eyþóri og Vigdísi brugðið undir eldmessu Dags Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2019 16:22 Afar grunnt er á því góða milli minnihlutans og meirihlutans í borgarstjórn og þar takast einkum á þau Dagur og svo Vigdís og Eyþór. Vísir Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“ Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir og Eyþór Arnalds, í minnihluta borgarstjórnar, bera sig heldur aumlega eftir eldræðu borgarstjóra, en svo virðist sem hann sé búinn að missa þolinmæðina gagnvart gagnrýni minnihlutans í tengslum við Bragga-málið svokallað.Minnihlutinn gerir bjölluat í fjölmiðlum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti sannkallaða eldmessu í ráðhúsinu áðan hvar hann vandaði þeim Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins og Eyþóri Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna ekki kveðjurnar. Hann segir Vigdísi og Kolbrúnu Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins hafa gert bjölluat í fjölmiðlum, kynnt tillögu sem þær svo drógu til baka en skildu einn mann eftir úti í skurði; oddvita Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds. Vigdísi segir hann hafa magalent með tillögu sína að vilja vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara og Sjálfstæðisflokkurinn megi muna fífil sinn fegurri. Hann var eitt sinn stjórntækur.Segir Dag hafa orðið sér til skammarSjá má meira um þennan hitafund í borgarstjórn hér. Mikill hiti var í fundarfólki.Vigdís sýnir borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins umfjöllun Vísis.visir/vilhelmBæði Vigdís og Eyþór hafa tjáð sig um ræðu Dags á sínum Facebook-veggjum og ljóst að þeim er brugðið. Vigdís telur Dag ekki í lagi: „Borgarstjóri er langt í frá að vera í jafnvægi.Notar gamla trixið - hjólar í persónu mína en ræðir ekki Braggabömmerinn, lögbrotin, förgun tölvupósta, stjórnlausri eyðslu útsvarstekna borgarinnar í gæluverkefni og fl. og fl. Hann varð sér algjörlega til skammar,“ segir Vigdís.Klippa: Dagur B. Eggertsson - Braggamálið rætt í borgarstjórnSegir Dag enga auðmýkt sýna „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið,“ segir Eyþór. Og hann heldur áfram. Ljóst má vera að honum er brugðið: „Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því. Nær væri að framkvæmdastjóri borgarinnar sýndi ábyrgð og auðmýkt gagnvart þeirri staðreynd að á hans vakt var ekki bara stórfelld framúrkeyrsla, heldur um ólöglegar og óheimilar greiðslur að ræða,“ skrifar Eyþór og spyr: „Hvar er auðmýktin gagnvart því að lög um skjalavörslu eru brotin þegar skjalavarsla er á borði skrifstofu borgarstjóra? Hvar er auðmýktin gagnvart skattfé almennings?“
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15