Guðmundur: Dagur mun örugglega prófa ýmislegt Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 15. janúar 2019 15:00 Guðmundur Guðmundsson undirbýr sig alltaf vel. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í óða önn að undirbúa sína stráka fyrir leikinn á móti Japan á morgun en Japan kom verulega á óvart á móti Spáni og var yfir í hálfleik. „Japan er miklu sterkara lið en Barein. Þeir sýndu það í gær og eru búnir að sýna það í mjög mörgum leikjum finnst mér. Þeir hafa verið að bæta sinn leik og í gær spiluðu þeir frábæran leik að mínu mati, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Dagur Sigurðsson stýrir liði Japan en hann hefur oft komið á óvart með sín lið og Guðmundur er ekki frá því að hann beiti einhverjum brögðum á morgun. „Hann mun örugglega prófa ýmislegt. Ég get lofað þér því. Við ætlum að undirbúa okkur eins vel og við getum gagnvart því sem við eigum von á. Við erum búnir að greina þá vel og við leggjum enn þá meira í það í dag. Leikmennirnir eru að fara núna sjálfir á fund að horfa á leikinn og svo er fundur þar sem ég legg svo fram ákveðnar klippur,“ segir Guðmundur. Eftir leikinn á móti Japna fá strákarnir okkar um sólarhrings langa hvíld fyrir leikinn á móti Makedóníu en Makedóníumenn aðeins um fimmtán stundir. Skiptir það máli? „Það er voða erfitt að segja til um það. Maður sér það ekki fyrr en út í leikinn er komið. Ég er bara ekkert að hugsa um Makedóníu núna. Allur minn hugur er á Japan og að undirbúa liðið fyrir það er ærið verkefni,“ segir Guðmundur sem var ánægður með stórsigurinn á Barein. „Það er jákvæð upplifun. Það er erfitt að byrja mót á að tapa tveimur leikjum og auðvitað fór orka í það, bæði líkamleg og andleg. Þess vegna var gott að fá þennan leik á móti Barein. Tilfinningin er góð að landa fyrsta sigrinum og við gerðum þetta af krafti.“ „Það er líka gott hvernig við erum búnir að rúlla á liðinu og allir eru búnir að stimpla sig inn. Það er enginn að fara að koma inn á í fyrsta skipti og taka úr sér einhvern skrekk. Það var hluti af þessu líka hjá okkur og það er mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Guðmundur - Undirbúum okkur vel
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira