Um staðreyndir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. janúar 2019 07:00 Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Það var meirihlutinn sem lagði fram tillögu í borgarráði um að öllum steinum skyldi velt við í braggamálinu. Engin yfirhylming hefur átt sér stað – heldur er það einmitt vilji meirihlutans að upplýsa þetta mál að fullu. Það er búið að viðurkenna mistök og nú á að ráðast í róttækar breytingar. Hversu oft höfum við séð þessi viðbrögð við erfiðum málum í íslenskum stjórnmálum? Staðreynd: Borgarráð þar sem allir flokkar hafa aðkomu ber hina formlegu ábyrgð á innleiðingu ábendinga braggaskýrslunnar, hópurinn sem borgarstjóri situr í er óformlegur og á bara að móta tillögur sem borgarráð tekur afstöðu til. Borgarstjóri er ekki að fara að rannsaka sjálfan sig, rannsóknin hefur farið fram af óháðum aðila og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Þegar komast þarf til botns í flóknum og alvarlegum málum er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Annað er markleysa, getur verið villandi og afvegaleitt umræðuna. Því miður hefur ýmsum rangfærslum verið haldið fram í umræðu um braggamálið. Vigdís Hauksdóttir hefur haldið því fram að skýrslan sýni fram á hegningarlagabrot og að ástæða sé því til að vísa henni til héraðssaksóknara – sem er rangt. Margoft hefur það komið fram í umræðunni að tölvupóstum Hrólfs, fyrrverandi skrifstofustjóra SEA, hafi verið eytt – sem er rangt. Rangfærslurnar eru ýmiss konar. Í Bakþönkum Sirrýjar Hallgrímsdóttur hér í Fréttablaðinu um helgina var ég skrifuð fyrir orðum um borgarstjóra sem ég lét aldrei falla. Þegar Sirrý áttaði sig á mistökum sínum baðst hún strax afsökunar og er hún kona að meiri fyrir það. Ýmsir mættu taka Sirrý sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er öllum hollt að játa mistök sín og læra af þeim. Í allri vinnu okkar Pírata leggjum við höfuðáherslu á upplýsingagjöf og aðgengi að réttum upplýsingum. Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur því boðað grasrót sína á fund nú á fimmtudag til að fara yfir þær upplýsingar sem nú liggja fyrir og rýna skýrslu Innri endurskoðunar saman. Þannig náum við árangri.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar