Hundruð Íslendinga fastir í ítölskum skíðabæ vegna fannfergis og snjóflóðahættu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 14. janúar 2019 11:31 Mikil snjókoma hefur verið í Alpafjöllum síðustu vikur. Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri. Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Á fjórða hundrað Íslendinga eru fastir í skíðabænum Livigno á Ítalíu vegna mikils fannfergis og snjóflóðahættu á svæðinu. Hluti hópsins átti að koma heim í dag en töf verður á því eitthvað fram í vikuna. Mikil snjókoma hefur verið á þessum slóðum síðustu vikur bæði á Ítalíu, Sviss og í Austurríki og víðar. Fjölmörg snjóflóð hafa fallið.Ingunn Pétursdóttir er einn fimm fararstjóra sem fyrir fyrir 140 manna hópa i skíðadeildar Breiðabliks og KR en í hópnum eru börn á aldrinum 5 til 15 ára auk foreldra. Hópurinn er á Ítalíu en í heildina eru á fjórða hundrað Íslendinga á svæðinu. „Við erum á Livigno á Ítalíu og hér er búið að snjóa stanslaust í tvo daga. Svona hálfur til heill metri af nýföllnum snjó. Hér er snjóflóðahætta út um allt. Það er lokað og við komumst ekkert úr bænum. Allar leiðir lokaðar,“ segir Ingunn.Margar skíðalyftur lokaðar Hluti hópsins átti að halda heim til Íslands í dag. „Það áttu að fara fimmtán manns frá okkur heim og svo er hérna annar hópur frá Íslandi, Austfirðingar, 180 manna hópur, og þau ætluðu að fara heim í dag en þau komast ekki.“ Ingunn segir að ekki séu allar skíðalyftur opnar í brekkunum þrátt fyrir mikinn snjó. „Það er svo snjóþungt að það eru ekki nema örfáar lyftur opnar núna.“ Góður andi í hópnum Hún segir andann í hópnum góðan þrátt fyrir snjóflóðahættu og töf á heimferð. „Við erum lokuð inni eins og er. Það var reyndar hægt að komast til Mílanó, þannig að það eru einhverjir örfáir sem fóru þangað, en hinir eru að fara heim á fimmtudaginn.“ Ingunn segir útlit fyrir að fólk geti verið áfram á skíðum áður en það kemur aftur heim. „Það er snjókoma og logn. Þetta er bara æði. Paradís bara,“ segir Ingunn Pétursdóttir fararstjóri.
Austurríki Ítalía Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Íslendingar á kafi í snjó í austurrísku Ölpunum Íslendingur sem rekur skíðahótel í austurrísku Ölpunum man ekki meiri snjóþyngsli þar. Veit ekki til að Íslendingar hafi lent í vanda vegna snjóflóða, vel fari um sína íslensku gesti. 9. janúar 2019 06:00