Nóbelsverðlaunahafi gagnrýndur í annað sinn fyrir ummæli um gáfur svartra Andri Eysteinsson skrifar 13. janúar 2019 16:03 Watson segist útskúfaður frá fræðasamfélaginu vegna ummæla hans. EPA/Jose Mendez Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick. Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Bandaríski vísindamaðurinn James Watson, sem vann til Nóbelsverðlauna í Læknisfræði vegna rannsókna sinna á byggingu DNA ásamt félögum sínum Maurice Wilkins og Francis Crick, hefur verið gagnrýndur vegna ummæla sinna um kynþætti og hefur verið sviptur heiðurstitlum sem Cold Spring Harbor rannsóknarstofnunin hefur veitt honum. BBC greinir frá. Watson hafði haldið því fram í þætti PBS sjónvarpsstöðvarinnar að svartir væru ekki eins gáfaðir og hvítir. Watson sagði að mismunandi gen í svörtum og hvítum gerðu það að verkum að hvítir skora hærra en svartir á greindarvísitöluprófum.Cold Spring Harbor stofnunin hefur sagt ummæli hins níutíu ára Watson vera órökstudd og glæfraleg. Stofnunin svipti Watson í kjölfarið titlum sínum. Watson hafði verið í stjórnunarstöðum í stofnuninni til ársins 2007 en þá varð einnig uppi fótur og fit vegna skoðana hans á kynþáttum. Árið 2007 sagðist Watson hafa áhyggjur af framtíð Afríku. Allar samfélagsreglur vestræns samfélags byggju á því að gáfnafar „þeirra“ væri hið sama og „okkar“. Watson sagði þó að rannsóknir bentu til annars og bætti við því að fólk sem hefði kynnst svörtu starfsfólki myndi taka undir með honum. Eftir að Watson lét þessi ummæli falla var hann rekinn úr stjórnunarstöðum sínum. Watson var gagnrýninn á vísindasamfélagið eftir þetta en hann seldi Nóbelsverðlaunapening sinn árið 2014 og sagði fræðasamfélagið hafa útskúfað hann eftir ummæli hans. Watson hlaut eins og áður sagði Nóbelsverðlaun árið 1962 fyrir rannsóknir á DNA. Watson vann með Francis Crick í rannsóknum sínum en þriðji aðilinn sem fékk Nóbelsverðlaunin var Maurice Wilkins. Wilkins hafði unnið náið með vísindakonunni Rosalind Franklin. Franklin sem var mikilvægur hlekkur í rannsóknunum lést árið 1958, fjórum árum áður en Nóbelsverðlaunin voru veitt þeim Watson, Wilkins og Crick.
Bandaríkin Nóbelsverðlaun Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira