Sveitarfélög geti heimilað stærri vindmyllur án aðkomu stjórnvalda Sighvatur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 18:45 Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi. Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi.
Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira