Eldsupptök á Hvaleyrarbraut enn á huldu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 16:55 lökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu. Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00