Eldsupptök á Hvaleyrarbraut enn á huldu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 16:55 lökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu. Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00