Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun