Mannréttindi Kúrda og íbúa Níkaragva Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári var Ísland kjörið í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindamál hafa verið einn af hornsteinum utanríkisstefnu landsins. Vafalaust er eindreginn stuðningur meðal landsmanna við þá áherslu og um leið þverpólitísk samstaða um hana á Alþingi.Fríverslun? Mannréttindi ber nokkuð oft á góma í þinginu, m.a. vegna afgreiðslu á tillögum um fríverslunarsamninga við ríki, til dæmis Kína og Filippseyjar, og nú stendur til að endurnýja slíkan samning við Tyrkland. Skiptar skoðanir eru á því hvernig slíkir samningar ríma við mannréttindabrot í löndum þar sem stjórnvöld verða uppvís að margvíslegum rangindum í garð almennings eða minnihlutahópa. Iðulega er til þess vísað að samningaviðræðum og samningunum sjálfum fylgi umræður og ákvæði um mannréttindi og ástandið í löndunum. Minna fer fyrir úttektum á því hvort áhrifin eru tilætluð.Kúrdar eiga í vök að verjast Í Tyrklandi hafa Kúrdar mátt sæta mannréttindabrotum áratugum saman. Þau hafa enn versnað með tilkomu stefnu Erdogans og hans flokks; skipulagðar hafa verið atlögur að búsetuskilyrðum í byggðum Kúrda, margt manna fangelsað og áhrifafólk hrakið úr landi. Það gerist í aðildarlandi NATO og hefur Erdogan skákað í skjóli sem áhugi Rússa á víðtæku samstarfi við tyrknesk stjórnvöld og samhernaði í Sýrlandi myndar. Innrás Tyrkja í Sýrland bitnar harðlega á Kúrdum í landinu og einnig þar hefur tyrkneski herinn farið fram af hörku gegn almenningi. Engin ástæða er til að fela þessar staðreyndir sem kúrdískir gestir hingað til lands báru nýverið fram og eru líka staðfestar í alþjóðsamfélaginu. Kúrdar búa í fimm þjóðríkjum, flestir í Tyrklandi, Írak og Íran, færri í Sýrlandi og Armeníu, og vilja eðlilega sjálfstjórn og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir innan allra landanna. Þeir eru næst takmarki sínu í Norður-Írak. Íslandi, með sínar áherslur á mannréttindi, ber að aðstoða Kúrda við að ná sama takmarki og er ofarlega í hugum annarra þjóða.Almenningur í Níkaragva þjáist Í Níkaragva, landi sem íslensk stjórnvöld og sérfræðingar hafa aðstoðað, eru alvarleg mannréttindabrot framin á hverjum degi. Friðsöm mótmæli almennings gegn félagslegum áherslum stjórnvalda hófust í apríl 2018. Viðbrögðin hafa verið harkaleg og þau stigmagnast; hundruð manna hafa látist, nær allt almennir borgarar, mörg hundruð horfið með öllu eða verið fangelsuð og tugir þúsunda hafa flúið land. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér skýrslu um ástandið í landinu, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur flutt fréttir af flóttamannastraumnum. Amnesty International hefur gefið út tvær skýrslur um ástandið og Samtök Ameríkuríkja, OAS, hafa gefið út eina skýrslu. Fjórtán lönd, þar á meðal öll Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin (!), standa að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðuna, sem kristallast í aðförum að frjálsum félagasamtökum í landinu (sjá: https://www.state.gov/r/pa/prs/ps/2018/12/288257.htm). Mannréttindalandið Ísland þarf nú að taka af skarið og taka undir gagnrýni á mannréttindabrot stjórnar Sandínista og Daníels Ortega.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar