Alþingi ætlað að móta stefnu um veggjöld fyrir föstudag Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2019 20:00 Jón Gunnarsson hefur stýrt stefnumörkuninni sem starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Mynd/Vísir. Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00