Bolsonaro gengst undir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 10:59 Jair Bolsonaro mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi í Sao Paulo. Twitter Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018 Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06