Koma svo Vegagerð - Mýrdalshreppur kallar! Einar Freyr Elínarson skrifar 26. janúar 2019 19:30 Í janúar árið 2012 keyrðu að meðaltali 292 bílar á dag um veginn norðan Reynisfjalls, rétt áður en komið er til Víkur. Í janúar árið 2018 keyrðu 1.301 bíll sama veg að meðaltali á dag. Það er aukning um 445% á aðeins sex árum. Í mars 2018 var meðaltalsumferð á dag meiri heldur en hún var yfir hásumar árið 2014, breyting á aðeins 4 árum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er búinn að leggja línurnar. Hann hefur ítrekað talað fyrir sömu leið til þess að tryggja sem best umferðaröryggi á þjóðvegi 1 um Mýrdal líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur gert. Sú leið er nýr láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur um umferðaraukningu og þrátt fyrir skýr skilaboð samgönguráðherra þá er Vegagerðin enn við sama heygarðshornið. Í stað þess að standa með okkur heimamönnum í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi þá er enn og aftur reynt að bregða fyrir okkur fæti. Þau skilaboð berast úr Vegagerðinni að mikilvægt sé að gera nýjan veg upp Gatnabrún og ætlast þeir til að fá til þess tæpan hálfan milljarð á árinu 2021. Það er fyrir löngu búið að taka þennan slag hér í sveitarfélaginu og tími til kominn að ákveðnir starfsmenn Vegagerðarinnar kyngi því að þeirri leið sem þeir vildu fara var hafnað, enda ákváðu heimamenn framtíðarlausn í stað skammtímaplásturs. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ekki og mun aldrei leggjast gegn eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi á Gatnabrún. Þegar sveitarstjórn leggur til að fjármunum verði í staðinn ráðstafað í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi við veginn í gegnum Víkurþorp og í Gatnabrún og til þess að hefja umhverfismat framkvæmda við nýjan láglendisveg um Mýrdal, þá leyfa aðilar innan Vegagerðarinnar sér að leka því út að sveitarfélagið sé að afþakka 450 milljónir í vegbætur. Því er hér með vísað á bug. Starfsmenn Vegagerðarinnar leyfa sér að tala í þá átt að brýnt sé að ráðast í 450 milljóna framkvæmd til þess að bjarga mannslífum. Það er líka þvættingur sem vísað er til föðurhúsanna. Þetta er ekkert annað en tilraun til þess að koma í veg fyrir nýjan veg um Mýrdal. Sá vegur verður margfalt hagkvæmari, hann verður margfalt öruggari og þegar uppi er staðið verður hann líka ódýrari og umhverfisvænni. Það er fyrir löngu komið nóg af því að starfsmenn Vegagerðarinnar standi í endalausri pólitík gegn sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Við krefjumst þess að skipulagsvald okkar sé virt og skipulögðu niðurrifsstarfi gegn okkar stefnumótun verði hætt. Rétt væri að Vegagerðin fylgdi eigin leiðbeiningum en í bækling sem hún gaf út um þjóðvegi í þéttbýli segir orðrétt: „Í aðalatriðum má segja að tvær megin leiðir séu farnar til að leysa þessi vandamál, annars vegar að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið og hins vegar að bæta aðstæður á veginum um þéttbýlið“. Þau vandamál sem vísað er til og listuð eru upp vegna þess að þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli eiga öll við um þjóðveg 1 sem þverar Víkurþorp. Vegstæðið býður upp á afskaplega takmarkaðar lagfæringar á núverandi stað og sannarlega engar sem telja má sem framtíðarlausn. Það liggur því fyrir að eina lausnin er að vegurinn verði færður út fyrir þéttbýlið. Það er lausn sem við leggjum til og ef Vegagerðin væri samkvæm sjálfri sér þá væri það líka lausn sem þeir styddu. Það er furðulegt að sú skuli ekki vera raunin. Auk þess er löngu orðið tímabært að við fáum almennilega vetrarþjónustu á þjóðveginum hérna og það sama á við um nágranna okkar í Skaftárhreppi. Það eru ítrekað skörp skil á þjóðveginum við Þorvaldseyri þar sem keyrt er í austur er ekið af marauðum vegi yfir á svellbunka. Það er eins og menn trúi því varla að allur sá fjöldi rúta sem hér fer um sé nokkuð annað en brjálæðisleg ímyndun okkar sem búa á svæðinu. Það er tími til kominn að brugðist verði við þessu af alvöru í stað þess að við séum látin bíða með hjartað í buxunum eigandi von á rútuslysi í hvert skipti sem hér verða veðrabrigði. Þetta er áskorun til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra að hún leiðrétti nú kúrsinn hjá Vegagerðinni. Verandi tiltölulega ný í starfi ber hún ekki ábyrgð á því hvernig komið er fyrir samskiptum milli Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps en ábyrgðin er hennar að þau verði bætt. Við ættum að vera að vinna saman að raunverulegum vegbótum. Til þess erum við fullkomlega reiðubúin og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í janúar árið 2012 keyrðu að meðaltali 292 bílar á dag um veginn norðan Reynisfjalls, rétt áður en komið er til Víkur. Í janúar árið 2018 keyrðu 1.301 bíll sama veg að meðaltali á dag. Það er aukning um 445% á aðeins sex árum. Í mars 2018 var meðaltalsumferð á dag meiri heldur en hún var yfir hásumar árið 2014, breyting á aðeins 4 árum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er búinn að leggja línurnar. Hann hefur ítrekað talað fyrir sömu leið til þess að tryggja sem best umferðaröryggi á þjóðvegi 1 um Mýrdal líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur gert. Sú leið er nýr láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur um umferðaraukningu og þrátt fyrir skýr skilaboð samgönguráðherra þá er Vegagerðin enn við sama heygarðshornið. Í stað þess að standa með okkur heimamönnum í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi þá er enn og aftur reynt að bregða fyrir okkur fæti. Þau skilaboð berast úr Vegagerðinni að mikilvægt sé að gera nýjan veg upp Gatnabrún og ætlast þeir til að fá til þess tæpan hálfan milljarð á árinu 2021. Það er fyrir löngu búið að taka þennan slag hér í sveitarfélaginu og tími til kominn að ákveðnir starfsmenn Vegagerðarinnar kyngi því að þeirri leið sem þeir vildu fara var hafnað, enda ákváðu heimamenn framtíðarlausn í stað skammtímaplásturs. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ekki og mun aldrei leggjast gegn eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi á Gatnabrún. Þegar sveitarstjórn leggur til að fjármunum verði í staðinn ráðstafað í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi við veginn í gegnum Víkurþorp og í Gatnabrún og til þess að hefja umhverfismat framkvæmda við nýjan láglendisveg um Mýrdal, þá leyfa aðilar innan Vegagerðarinnar sér að leka því út að sveitarfélagið sé að afþakka 450 milljónir í vegbætur. Því er hér með vísað á bug. Starfsmenn Vegagerðarinnar leyfa sér að tala í þá átt að brýnt sé að ráðast í 450 milljóna framkvæmd til þess að bjarga mannslífum. Það er líka þvættingur sem vísað er til föðurhúsanna. Þetta er ekkert annað en tilraun til þess að koma í veg fyrir nýjan veg um Mýrdal. Sá vegur verður margfalt hagkvæmari, hann verður margfalt öruggari og þegar uppi er staðið verður hann líka ódýrari og umhverfisvænni. Það er fyrir löngu komið nóg af því að starfsmenn Vegagerðarinnar standi í endalausri pólitík gegn sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Við krefjumst þess að skipulagsvald okkar sé virt og skipulögðu niðurrifsstarfi gegn okkar stefnumótun verði hætt. Rétt væri að Vegagerðin fylgdi eigin leiðbeiningum en í bækling sem hún gaf út um þjóðvegi í þéttbýli segir orðrétt: „Í aðalatriðum má segja að tvær megin leiðir séu farnar til að leysa þessi vandamál, annars vegar að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið og hins vegar að bæta aðstæður á veginum um þéttbýlið“. Þau vandamál sem vísað er til og listuð eru upp vegna þess að þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli eiga öll við um þjóðveg 1 sem þverar Víkurþorp. Vegstæðið býður upp á afskaplega takmarkaðar lagfæringar á núverandi stað og sannarlega engar sem telja má sem framtíðarlausn. Það liggur því fyrir að eina lausnin er að vegurinn verði færður út fyrir þéttbýlið. Það er lausn sem við leggjum til og ef Vegagerðin væri samkvæm sjálfri sér þá væri það líka lausn sem þeir styddu. Það er furðulegt að sú skuli ekki vera raunin. Auk þess er löngu orðið tímabært að við fáum almennilega vetrarþjónustu á þjóðveginum hérna og það sama á við um nágranna okkar í Skaftárhreppi. Það eru ítrekað skörp skil á þjóðveginum við Þorvaldseyri þar sem keyrt er í austur er ekið af marauðum vegi yfir á svellbunka. Það er eins og menn trúi því varla að allur sá fjöldi rúta sem hér fer um sé nokkuð annað en brjálæðisleg ímyndun okkar sem búa á svæðinu. Það er tími til kominn að brugðist verði við þessu af alvöru í stað þess að við séum látin bíða með hjartað í buxunum eigandi von á rútuslysi í hvert skipti sem hér verða veðrabrigði. Þetta er áskorun til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra að hún leiðrétti nú kúrsinn hjá Vegagerðinni. Verandi tiltölulega ný í starfi ber hún ekki ábyrgð á því hvernig komið er fyrir samskiptum milli Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps en ábyrgðin er hennar að þau verði bætt. Við ættum að vera að vinna saman að raunverulegum vegbótum. Til þess erum við fullkomlega reiðubúin og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar