Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:13 Nicolás Maduro. Stephanie Keith/Getty Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela. Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela.
Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18