„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 23:54 Frá mótmælum "gulu vestanna“ við Eiffelturninn í París. Getty Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Franska mótmælendahreyfingin sem kennir sig við „gul vesti“ hefur tilkynnt að hún ætli sér að bjóða fram í kosningum til Evrópuþingsins í maí. Er hreyfingin nú þegar búin að tilkynna um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. Hreyfingin spratt upp úr mótmælum gegn hækkun eldneytisverðs í nóvember. Síðustu vikurnar hafa tugþúsundir tekið þátt í mótmælum „gulu vestanna“í París og víðar í Frakklandi. Reglulega hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu og eru þau sögð þau verstu í París frá árinu 1968.Tákn um gamaldags elítisma Hreyfingin leggst gegn núverandi stjórnkerfi, bæði í Frakklandi og innan Evrópusambandsins, og segja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera tákn um gamaldags elítisma og ekki vera í neinum tengslum við franskan almenning. Frambjóðendurnir tíu eru á aldrinum 29 til 53 og koma úr hinum ýmsu sviðum samfélagsins. BBC segir frá því að í frambjóðendahópnum sé meðal annars að finna framkvæmdastjóra lítils fyrirtækis, lögmann, og heilbrigðisstarfsmann. Sex frambjóðendanna eru konur en fjórir eru karlar. Þessi nýja stjórnmálahreyfing kallar sig RIC og hefur enn ekki verið skipaður leiðtogi eða formaður. Le Monde greinir frá því að flokkurinn þurfi nú að safna saman um 700 þúsund evrum, tæpum 100 milljónum króna, til að geta boðið fram. Kosningar til Evrópuþingsins standa frá 23. til 26. maí.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira