Halda formannsálagi í þingflokki í undirstærð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. janúar 2019 06:15 Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson er tvö eftir af fjögurra manna þingflokki Flokks fólksins sem kjörinn var 28. október 2017. Fréttablaðið/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun halda 50 prósenta álagi á þingfararkaup þrátt fyrir að tveir af fjórum þingmönnum flokksins hafi verið reknir úr honum. Í lögum um þingfararlaun er mælt fyrir um að alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hlotið hafa að minnsta kosti þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherra, fái greitt 50 prósenta álag á þingfararkaup. Þessi aukagreiðsla nam 551 þúsund krónum hjá Ingu Sæland í nóvember síðastliðnum. Hún var þá með samtals 1.652 þúsund krónur í mánaðarlaun. Flokkur fólksins fékk eins og kunnugt er fjóra þingmenn kjörna í kosningunum haustið 2017, þar með talda Ingu Sæland, formann flokksins. Auk hennar náðu kjöri þeir Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Tveir þeir síðarnefndu voru reknir nauðugir úr Flokki fólksins í lok nóvember síðastliðins í uppgjöri eftir Klausturmálið svokallaða.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Fréttablaðið/Sigtryggur AriAðspurður hvort þessi fækkun á þingmönnum Flokks fólksins hafi orðið til þess að 50 prósenta álagið sem formaður flokksins nýtur samkvæmt fyrrnefndum lögum hafi verið tekið af henni svarar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að greiðslurnar hafi ekki verið endurskoðaðar. „Flokkurinn var kosinn inn með fjórum mönnum og starfar sem þingflokkur í skilningi þingskapa,“ segir Helgi. Í þingskaparlögum er kveðið á um að minnst þrjá þingmenn þurfi til að mynda þingflokk. Helgi vísar hins vegar til þeirrar greinar laganna sem kveður á um að tveir þingmenn geti myndað þingflokk hafi verið til hans stofnað strax að loknum kosningum og þingmennirnir séu af lista sama flokks eða samtaka. Þetta á þá við um þau Ingu Sæland og Guðmund Inga. Öðru máli gildir um Ólaf og Karl Gauta sem geta ekki stofnað eigin þingflokk aðeins tveir saman. Þar til þeir voru reknir var Ólafur formaður þingflokks Flokks fólksins. Sem slíkur fékk hann aukalega 165 þúsund króna álagsgreiðslu. Þessi upphæð hefur nú færst yfir til Guðmundar Inga sem tekinn er við sem þingflokksformaður og þingfararkaup hans hefur þar með hækkað úr 1.101 þúsund krónum á mánuði í 1.266 þúsund. Laun Ólafs lækka að sama skapi. „Nei, ég man ekki eftir fordæmi,“ svarar skrifstofustjóri Alþingis aðspurður hvort fordæmi séu fyrir þeirri stöðu sem lýst var hér að framan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun halda 50 prósenta álagi á þingfararkaup þrátt fyrir að tveir af fjórum þingmönnum flokksins hafi verið reknir úr honum. Í lögum um þingfararlaun er mælt fyrir um að alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hlotið hafa að minnsta kosti þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherra, fái greitt 50 prósenta álag á þingfararkaup. Þessi aukagreiðsla nam 551 þúsund krónum hjá Ingu Sæland í nóvember síðastliðnum. Hún var þá með samtals 1.652 þúsund krónur í mánaðarlaun. Flokkur fólksins fékk eins og kunnugt er fjóra þingmenn kjörna í kosningunum haustið 2017, þar með talda Ingu Sæland, formann flokksins. Auk hennar náðu kjöri þeir Guðmundur Ingi Kristinsson, Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Tveir þeir síðarnefndu voru reknir nauðugir úr Flokki fólksins í lok nóvember síðastliðins í uppgjöri eftir Klausturmálið svokallaða.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Fréttablaðið/Sigtryggur AriAðspurður hvort þessi fækkun á þingmönnum Flokks fólksins hafi orðið til þess að 50 prósenta álagið sem formaður flokksins nýtur samkvæmt fyrrnefndum lögum hafi verið tekið af henni svarar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að greiðslurnar hafi ekki verið endurskoðaðar. „Flokkurinn var kosinn inn með fjórum mönnum og starfar sem þingflokkur í skilningi þingskapa,“ segir Helgi. Í þingskaparlögum er kveðið á um að minnst þrjá þingmenn þurfi til að mynda þingflokk. Helgi vísar hins vegar til þeirrar greinar laganna sem kveður á um að tveir þingmenn geti myndað þingflokk hafi verið til hans stofnað strax að loknum kosningum og þingmennirnir séu af lista sama flokks eða samtaka. Þetta á þá við um þau Ingu Sæland og Guðmund Inga. Öðru máli gildir um Ólaf og Karl Gauta sem geta ekki stofnað eigin þingflokk aðeins tveir saman. Þar til þeir voru reknir var Ólafur formaður þingflokks Flokks fólksins. Sem slíkur fékk hann aukalega 165 þúsund króna álagsgreiðslu. Þessi upphæð hefur nú færst yfir til Guðmundar Inga sem tekinn er við sem þingflokksformaður og þingfararkaup hans hefur þar með hækkað úr 1.101 þúsund krónum á mánuði í 1.266 þúsund. Laun Ólafs lækka að sama skapi. „Nei, ég man ekki eftir fordæmi,“ svarar skrifstofustjóri Alþingis aðspurður hvort fordæmi séu fyrir þeirri stöðu sem lýst var hér að framan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira