SAS skildi farangur Íslandsfara eftir í Ósló vegna slæms veðurs Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2019 22:25 Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. SAS Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Farþegar með flugi flugfélagsins SAS á leið frá Ósló í Noregi til Íslands, SK-4787, fengu ekki farangur sinn afhentan við komuna til Keflavíkur fyrr í dag. Flugfélagið ákvað að skilja allan farangur eftir í Noregi sökum þess að veðrið væri svo slæmt á Íslandi. Þetta segir Karin Nyman, samskiptastjóri SAS, í samtali við Vísi. Nyman segir að nauðsynlegt hafi verið að bæta bensíni á vélina þar sem veðrið hafi verið svo slæmt á Íslandi. Hefði vélin ekki náð að lenda í Keflavík vegna veðurs hefði þurft að fljúga á næsta varaflugvöll, sem í þessu tilviki væri Stafangur í Noregi. Farþegar fréttu fyrst af því að farangurinn væri ekki með í för þegar lent var í Keflavík.Karin Nyman.SASÓvenjulegar aðstæður „Aðalatriðið var að koma farþegunum til Íslands og var því ákveðið að taka bæði farangur og annan farm úr til að koma fyrir meira bensíni,“ segir Nyman, sem leggur áherslu á að um óvenjulegar aðstæður (s. extreme situation) hafi verið að ræða. Hún segir að alls hafi 166 farþegar verið um borð í vélinni og hafi tekist að koma megninu af farangrinum til Íslands með öðrum vélum í dag. Enn eigi þó eftir að koma um þrjátíu innrituðum töskum til Íslands og verði það gert á morgun. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 737-883. Hún tók á loft á Gardermoen í Ósló um klukkan 10:30 í morgun að staðartíma og lenti í Keflavík skömmu fyrir 13 að íslenskum tíma.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira