Inga segir Miðflokksþingmenn hvorki hafa iðrast né sýnt hógværð Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 18:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem fékk mikla útreið í ummælum Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar á Klaustur barnum, segir þá hvorki hafa sýnt iðrun eða hógværð. Hún hafi ekki treyst sér inn í þingsal Alþingis í dag.Hvernig líður þér í dag með endurkomu þessarra tveggja Miðflokksþingmanna? „Bara illa, mjög svo. Það er bara þykkt andrúmsloft hérna og við vitum eiginlega ekkert hvernig við eigum að vera. Þeir koma bara svífandi inn eins og ekkert hafi í skorist og gera ekki einu sinni boð á undan sér. Þannig að þeir sem hefðu kannski viljað undirbúa þetta og taka á því einhvern veginn þeir fengu engin tækifæri til þess. Persónulega hef ég ekki stigið inn í þingsalinn í dag,” segir Inga. Það sé með ólíkindum að mæta þessum mönnum í þinghúsinu. „Greinilega ristir siðferði þeirra ekki dýpra en raun ber vitni. Og við sem höfum mátt þola alveg ótrúlega ósvífna framkomu frá þessu fólki, þessum einstaklingum, við stöndum bara hér uppi varnarlaus,” segir formaður Flokks fólksins. Það var greinilegt aðóvænt endurkoma tvímenninganna fékk mikiðá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem í tvígang gekk að Gunnari Braga í þingsal í dag og hvíslaði að honum. Eftir seinna skiptið yfirgaf hún síðan þingsalinn í greinilegu uppnámi. Inga gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðnir Gunnars Braga og Bergþórs. „Mér finnst þeir yfir höfuð ekki hafa af heilindum beðið einn eða neinn afsökunar. Mér finnst þetta hafa verið heimatilbúið og engan veginn sannfærandi á nokkrun hátt. Vegna þess að áður en farið var að birta þessar Klaustur upptökur höfðu þeir ekkert til að biðjast afsökunar fyrir. Það er einhvern veginn eins og þeir séu búnir ljóst og leynt frá þessum tíma að búa til fórnarlömb úr sér,” segir Inga. Þeir hefðu að minnsta kosti átt á sýna þingi og þjóð þá virðingu að halda sig frá Alþingi þar til siðanefnd þingsins kláraði að afgreiða þeirra mál. Þeir hafi hins vegar hvorki sýnt iðrun né hógværð. „Já, nákvæmlega. Þeir hafa hvorki sýnt iðrun eða hógværð. Mér finnst þeir einkennast meira af yfirgengilegum hroka,” segir Inga Sæland.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47 Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Lilja hafði sitthvað að segja við Gunnar Braga á þingi í dag Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, gekk tvisvar að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við þingmanninn. 24. janúar 2019 13:47
Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Gunnar Bragi vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun. 24. janúar 2019 15:56