Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:56 Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins segir að hann sjái einna mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vita af því að hann hygðist snúa aftur á Alþingi í dag. Hann vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun.Sjá einnig: „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Fréttastofa náði tali af Gunnari Braga í Alþingishúsinu síðdegis en hann og samflokksmaður hans, Bergþór Ólason, sneru báðir aftur á þing í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Lilju Alfreðsdóttur og Ingu Sæland.Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi í dag var þungt. Inntur eftir því hvort það hafi ekki verið óþægilegt að sitja á Alþingi við slíkar aðstæður segir Gunnar Bragi að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þungt sé yfir mönnum á þingi. „Andrúmsloftið hefur oft verið erfitt á þingi síðan ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er lágskýjað á Alþingi. Við hins vegar þurfum að vinna hér að ákveðnum málum, það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa okkur yfir það hvað okkur finnst um hvort annað. Ég get örugglega sagt það að það eru ekki allir þingmenn sem ég er sérstaklega hrifinn af hér, andstæðingar mínir, en ég ætla samt að vinna með þeim því það er okkar skylda.“Á milli þeirra Lilju Lilja gekk tvisvar upp að Gunnari Braga á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við hann en sjálf segist Lilja hafa lýst þar yfir óánægju sinni með framkomu hans í sinn garð á Klaustri. Sjálfur vill Gunnar Bragi ekki tjá sig um það sem þeim fór á milli á þingfundinum. „Það er nú bara á milli okkar Lilju.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegt að gefa fórnarlömbum í Klaustursmálinu fyrirvara á komu þeirra Bergþórs segir Gunnar Bragi að fórnarlömbin í málinu séu úr báðum fylkingum. Hann sjái þó aðallega eftir því að hafa ekki látið Lilju vita að hann hygðist snúa aftur á þing í dag. „Ja, hver eru fórnarlömbin? Þau eru náttúrulega þeir sem við særðum en þau eru líka þeir sem teknir voru upp með ólöglegum hætti á þessum bar þarna. Ég skil ágætlega að þeir sem þarna var talað um hafi verið pínu brugðið en á sama tíma má segja: áttum við að láta alla vita, áttum við að velja einn úr eða eitthvað slíkt?“ segir Gunnar Bragi. „Ég sé kannski mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur vita því við erum ágætir vinir, vorum ágætir vinir, og verðum það vonandi áfram, og kunningjar þrátt fyrir þetta.“Fór í marga sálfræðitíma Þá segist Gunnar Bragi hafa litið inn á við í leyfinu og unnið í sínum málum, m.a. með hjálp sálfræðings. „Þegar maður sér sjálfan sig í þessum aðstæðum sem þarna voru, talandi með þessum hætti, enn og aftur bið ég fólk fyrirgefningar á því sem þarna var sagt. Eðlilega horfir maður inn á við og segir: hvað gekk þarna á? Því hvorki ég né fjölskylda eða vinir höfum í rauninni séð þennan mann sem þarna birtist. Þannig að mér fannst rétt að hitta sálfræðing og er búinn að fara í nokkuð marga tíma til að komast að því hvað þarna gekk á,“ segir Gunnar Bragi. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að tala við þann ágæta mann, svona og sjá hvernig þessu fram vindur, en það er nauðsynlegt fyrir okkur sem verðum fyrir áfalli að leita okkur aðstoðar og vera ekki feimin við það.“Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins segir að hann sjái einna mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vita af því að hann hygðist snúa aftur á Alþingi í dag. Hann vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun.Sjá einnig: „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Fréttastofa náði tali af Gunnari Braga í Alþingishúsinu síðdegis en hann og samflokksmaður hans, Bergþór Ólason, sneru báðir aftur á þing í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Lilju Alfreðsdóttur og Ingu Sæland.Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi í dag var þungt. Inntur eftir því hvort það hafi ekki verið óþægilegt að sitja á Alþingi við slíkar aðstæður segir Gunnar Bragi að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þungt sé yfir mönnum á þingi. „Andrúmsloftið hefur oft verið erfitt á þingi síðan ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er lágskýjað á Alþingi. Við hins vegar þurfum að vinna hér að ákveðnum málum, það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa okkur yfir það hvað okkur finnst um hvort annað. Ég get örugglega sagt það að það eru ekki allir þingmenn sem ég er sérstaklega hrifinn af hér, andstæðingar mínir, en ég ætla samt að vinna með þeim því það er okkar skylda.“Á milli þeirra Lilju Lilja gekk tvisvar upp að Gunnari Braga á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við hann en sjálf segist Lilja hafa lýst þar yfir óánægju sinni með framkomu hans í sinn garð á Klaustri. Sjálfur vill Gunnar Bragi ekki tjá sig um það sem þeim fór á milli á þingfundinum. „Það er nú bara á milli okkar Lilju.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegt að gefa fórnarlömbum í Klaustursmálinu fyrirvara á komu þeirra Bergþórs segir Gunnar Bragi að fórnarlömbin í málinu séu úr báðum fylkingum. Hann sjái þó aðallega eftir því að hafa ekki látið Lilju vita að hann hygðist snúa aftur á þing í dag. „Ja, hver eru fórnarlömbin? Þau eru náttúrulega þeir sem við særðum en þau eru líka þeir sem teknir voru upp með ólöglegum hætti á þessum bar þarna. Ég skil ágætlega að þeir sem þarna var talað um hafi verið pínu brugðið en á sama tíma má segja: áttum við að láta alla vita, áttum við að velja einn úr eða eitthvað slíkt?“ segir Gunnar Bragi. „Ég sé kannski mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur vita því við erum ágætir vinir, vorum ágætir vinir, og verðum það vonandi áfram, og kunningjar þrátt fyrir þetta.“Fór í marga sálfræðitíma Þá segist Gunnar Bragi hafa litið inn á við í leyfinu og unnið í sínum málum, m.a. með hjálp sálfræðings. „Þegar maður sér sjálfan sig í þessum aðstæðum sem þarna voru, talandi með þessum hætti, enn og aftur bið ég fólk fyrirgefningar á því sem þarna var sagt. Eðlilega horfir maður inn á við og segir: hvað gekk þarna á? Því hvorki ég né fjölskylda eða vinir höfum í rauninni séð þennan mann sem þarna birtist. Þannig að mér fannst rétt að hitta sálfræðing og er búinn að fara í nokkuð marga tíma til að komast að því hvað þarna gekk á,“ segir Gunnar Bragi. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að tala við þann ágæta mann, svona og sjá hvernig þessu fram vindur, en það er nauðsynlegt fyrir okkur sem verðum fyrir áfalli að leita okkur aðstoðar og vera ekki feimin við það.“Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent