Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti aftur til vinnu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira