Bergþór ætlar ekki að segja af sér Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 07:37 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Aðsend Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira