Bergþór ætlar ekki að segja af sér Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 07:37 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Aðsend Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira