Kvika breytti kröfum upp á 660 milljónir í hlutafé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Jakob Már Ásmundsson, nýr forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira