Ronaldo mætti í svörtu og með sólgleraugu í réttarsalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:00 Cristiana Ronaldo mætir í réttarsalinn í dag. EPA/EFE/Javier Lizon Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo er nú staddur í Madrid þar sem hann kom fyrir dómara vegna ákæru á sig fyrir skattsvik þegar hann var leikmaður Real Madrid. Ronaldo fékk að sjálfsögðu mikinn fjölmiðlasirkus í fangið þegar hann mætti í réttarsalinn en hann kom á staðinn klæddur svörtu frá toppi til táar, með svört sólgleraugu og með bros á vör. Kærastan Georgina Rodriguez var með honum. Verði Cristiano Ronaldo fundinn sekur gæti hann þurft að greiða sekt upp á 18,8 milljónir evra eða um 2,6 milljarða íslenskra króna.La salida de Cristiano del juzgado: "Todo perfecto" @jfelixdiazpic.twitter.com/wvNU3bcm24 — MARCA (@marca) January 22, 2019 Dómarinn neitaði Cristiana Ronaldo um það bera vitni í gegnum sjónvarp í réttarsalnum eða fá að komast bakdyramegin inn í réttarsalinn til að forðast fjölmiðlafárið. Hann mætti því örlögum sínum með kærustunni. Það er búist við því að hann játi sekt sína og sætti sig við fyrir fram ákveðna refsingu sem ætti að vera 23 mánaða skilorðsbundið fangelsi. BBC segir frá. Á Spáni fara brotamenn vanalega ekki í fangelsi þegar þeir eru dæmdir í minna en tveggja ára fangelsi. Ekkert ofbeldi tengist brotum Ronaldo sem ætti því að sleppa við fangelsisvist. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra. Lögfræðingar Cristiano Ronaldo halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og að hann hafi ekki markvisst eða meðvitað verið að svíkja undan skatti.Y llegaba al juicio Cristiano Ronaldo, en una furgoneta y acompañado por su pareja Georgina Rodríguez. @jfelixdiazpic.twitter.com/NIrwTEoTxS — MARCA (@marca) January 22, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira