Spánverjar sendu Sterbik strax aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 14:30 Arpad Sterbik. Getty/Lukas Schulze Arpad Sterbik spilaði aðeins einn leik með spænska landsliðinu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku en spænska landsliðið hefur nú kallað aftur á Rodrigo Corrales inn í hópinn. Rodrigo Corrales meiddist á föstudaginn þegar auglýsingaskilti féll á hann á æfingu spænska liðsins í Köln. Spánverjar voru skiljanlega mjög ósáttir en niðurstaðan var að IHF gaf þeim leyfi til að fá auka skiptingu á leikmönnum til að bregðast við þessum óvæntum meiðslum. Arpad Sterbik spilaði í þriggja marka tapi á móti Frökkum og varði þá 11 skot eftir að byrjunarliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hafði aðeins varið 1 af 15 skotum sem komu á hann.Sjá einnig:Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corrales hefur nú náð sér af meiðslunum og verður því með á móti Brasilíu í dag. Arpad Sterbik kom einmitt inn á miðju móti fyrir ári síðan og átti þá mikinn þátt í því að Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn. Þetta var aftur á móti mun styttra gaman hjá Arpad Sterbik að þessu sinni en spænski þjálfarinn Jordi Ribera ákvað að kalla strax aftur á Rodrigo Corrales nú þegar hann er leikfær. Rodrigo Corrales spilar með franska stórliðinu Paris Saint-Germain og hefur varið 32 prósent skota sem hafa komið á hann. Gonzalo Pérez de Vargas hefur einnig varið 32 prósent skota sinna á mótinu en hann spilar með liði Barcelona. Arpad Sterbik spilar síðan með Telekom Veszprém í Ungverjalandi. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sterbik kallaður inn í landsliðshóp Spánverja Spænska landsliðið hefur ákveðið að bæta markverðinum Arpad Sterbik inn í landsliðsshóp sinn en eins og greint var frá í gær þá meiddist Rodrigo Corales eftir að þungt auglýsingaskilti féll á hann. 19. janúar 2019 10:41 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Arpad Sterbik spilaði aðeins einn leik með spænska landsliðinu á HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku en spænska landsliðið hefur nú kallað aftur á Rodrigo Corrales inn í hópinn. Rodrigo Corrales meiddist á föstudaginn þegar auglýsingaskilti féll á hann á æfingu spænska liðsins í Köln. Spánverjar voru skiljanlega mjög ósáttir en niðurstaðan var að IHF gaf þeim leyfi til að fá auka skiptingu á leikmönnum til að bregðast við þessum óvæntum meiðslum. Arpad Sterbik spilaði í þriggja marka tapi á móti Frökkum og varði þá 11 skot eftir að byrjunarliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas hafði aðeins varið 1 af 15 skotum sem komu á hann.Sjá einnig:Markvörður Spánar meiddur eftir að auglýsingaskilti féllu á hann í Köln Rodrigo Corrales hefur nú náð sér af meiðslunum og verður því með á móti Brasilíu í dag. Arpad Sterbik kom einmitt inn á miðju móti fyrir ári síðan og átti þá mikinn þátt í því að Spánverjar urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn. Þetta var aftur á móti mun styttra gaman hjá Arpad Sterbik að þessu sinni en spænski þjálfarinn Jordi Ribera ákvað að kalla strax aftur á Rodrigo Corrales nú þegar hann er leikfær. Rodrigo Corrales spilar með franska stórliðinu Paris Saint-Germain og hefur varið 32 prósent skota sem hafa komið á hann. Gonzalo Pérez de Vargas hefur einnig varið 32 prósent skota sinna á mótinu en hann spilar með liði Barcelona. Arpad Sterbik spilar síðan með Telekom Veszprém í Ungverjalandi.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Sterbik kallaður inn í landsliðshóp Spánverja Spænska landsliðið hefur ákveðið að bæta markverðinum Arpad Sterbik inn í landsliðsshóp sinn en eins og greint var frá í gær þá meiddist Rodrigo Corales eftir að þungt auglýsingaskilti féll á hann. 19. janúar 2019 10:41 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Sterbik kallaður inn í landsliðshóp Spánverja Spænska landsliðið hefur ákveðið að bæta markverðinum Arpad Sterbik inn í landsliðsshóp sinn en eins og greint var frá í gær þá meiddist Rodrigo Corales eftir að þungt auglýsingaskilti féll á hann. 19. janúar 2019 10:41