Telja 26 ríkustu mennina eiga jafnmikið og fátækari helming mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 11:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður í heimi. Aðeins eitt prósent auðæfa hans er talið jafngilda fjárlögum heils Afríkuríkis, Eþíópíu. vísir/getty Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar. Bandaríkin Bretland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu bresku góðgerðarsamtakanna Oxfam um skiptingu auðs í heiminum eiga 26 ríkustu menn heims jafnmikinn auð og sá helmingur mannkyns sem hefur minnst á milli handanna. Frá þessu er greint á vef Guardian en um er að ræða skýrslu sem Oxfam gefur út árlega í tengslum við World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. Ráðstefnan hefst á morgun. Í skýrslu Oxfam fyrir árið 2018 segir að bilið á milli ríkra og fátækra í heiminum hafi breikkað enn meira í fyrra. Segir í skýrslunni að það að bilið haldi áfram að breikka en ekki öfugt sé hindrun í baráttunni gegn fátækt í heiminum. Oxfam telur að eitt prósent hátekjuskattur myndi skila nægum tekjum til þess að senda hvert barn í skóla sem ekki er í skóla og veita heilbrigðisþjónustu sem myndi koma í veg fyrir það að þrjár milljónir manna myndu deyja. Samkvæmt skýrslunni er auðurinn alltaf að safnast á færri hendur ár frá ári. Þannig átti 61 einstaklingur jafnmikinn auð og fátækari helmingur mannkyns árið 2016 en þessi tala var komin niður í 43 árið 2017. Í fyrra var talan síðan komin niður í 26 eins og áður var getið. Sem dæmi má nefna að ríkasti maður heims, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, jók auð sinn í fyrra upp í 112 milljarða dollara en aðeins eitt prósent af auðæfum hans jafngildir fjárlögum Afríkuríkisins Eþíópíu þar sem búa 105 milljónir manna.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem upplýsingar um auð Bezos voru rangar í fyrstu útgáfu hennar.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira