Eru börnin okkar að fá næga hreyfingu í skólum? Guðmundur Hafþórsson skrifar 21. janúar 2019 10:29 Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilsa Sund Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar