Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2019 15:05 Fyrir liggur að Ágúst Ólafur ætlar ekki að segja af sér heldur mun mæta á næstunni í þingsalinn. visir/vilhelm Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana. Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Fyrir liggur að Ágúst Ólafur Ágústsson mun mæta aftur og taka sæti sitt á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að trúnaðarnefnd Samfylkingar veitti honum áminningu eftir að erindi barst frá Báru Huld Beck blaðamanni sem greindi frá kynferðislegri áreitni af hans hálfu gagnvart sér. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ágúst Ólafur mun birtast í þingsal en sjálfur hafði hann talað um að hann ætlaði sér að taka sér hlé frá þingmennsku í tvo mánuði. „Ég vil þess vegna skýra frá því að ég hef ákveðið að leita mér faglegrar aðstoðar vegna þessarar framkomu minnar. Ég tel einnig rétt að ganga lengra en trúnaðarnefndin leggur til og hef því óskað eftir launalausu leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði,“ sagði Ágúst Ólafur í yfirlýsingu sem birtist 7. desember í fyrra. Sé miðað við það ætti Ágúst Ólafur mæta til starfa eftir viku. Fyrir liggur að þetta mál er þingflokknum afar erfitt og viðkvæmt en í því samhengi má nefna að þingmenn Samfylkingar hafa tekið afar einarða afstöðu gegn þingmönnum Miðflokksins eftir að Klaustur-málið kom upp og telja að þeim eigi ekki að vera vært á þinginu. Það er meðal annars á forsendum orða sem túlkuð hafa verið sem kvenfyrirlitning. Logi Einarsson, formaður flokksins, vildi ekkert um það segja hvort hann teldi að Ágústi Ólafi bæri að segja af sér vegna málsins, á sínum tíma. Ágúst Ólafur fundaði með Oddný G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingar í hádeginu í dag. Oddný vildi ekki tjá sig um þann fund þegar eftir því var leitað. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ágústi Ólafi en hann hefur hvorki svarað síma né fyrirspurn í tölvupósti.Uppfært klukkan 16:45 Ekki er frágengið hvenær nákvæmlega Ágúst Ólafur mætir til starfa á nýjan leik, eins og segir í fréttinni. En, samkvæmt nýjum upplýsingum er þess ekki að vænta að hann komi eftir viku, eitthvað lengra mun vera í það. Kjördæmavika er haldin um miðjan febrúar og er búist við að Ágúst Ólafur mæti til starfa fljótlega eftir hana.
Alþingi MeToo Samfylkingin Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05
Stjórnarformaður Kjarnans segir hegðun Ágústs hafa verið niðrandi og óboðlega Biður fjölmiðla um að virða mörk blaðamannsins. 11. desember 2018 19:57
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05