Þráir að komast heim á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2019 09:45 Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalns fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Einkasafn Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson þráir að komast aftur heim sem allra fyrst eftir að hafa verið meinaður aðgangur að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli en hann var útskrifaður af lungnadeild Landspítalans fyrir 10 mánuðum en er þar enn fastur því ekkert búsetuúrræði hefur fundist fyrir hann. Tryggvi hefur búið á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli síðastliðin 11 ár, þar sem hann hefur notið þjónustu og haldið heimili. Hann þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum í lok árs 2017 en hefur ekki átti afturkvæmt heim til sín vegna andmæla starfsfólks Kirkjuhvols og hefur því búið á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi í rúmt ár.Tilbúinn til útskriftar í tæpt ár Samkvæmt læknum Tryggva hefur hann verið tilbúinn til útskriftar frá því 27. mars 2018. Ekki hefur fundist lausn á húsnæðismálum Tryggva en hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli hefur ekki tekist að undirbúa heimkomu hans á þeim átta mánuðum sem liðnir eru frá því að aðgerðaráætlun var sett þar í framkvæmd til að undirbúa heimkomu hans. Tíminn sem Tryggvi er búinn að vera „gísl“ á Lungnadeildinni, eins og stuðningsfólk hans lítur á málið, er orðinn lengri en allur tíminn sem hann var á gjörgæslu og Grensás eftir sviplegt slys á hestbaki þar sem Tryggvi lamaðist frá hálsi. Nú hefur stuðningshópur Tryggva sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva og leysa þar með það brýna mál að búa Tryggva Ingólfssyni heimili heima í héraði þar sem þolmörk Tryggva og fjölskyldu hans eru komin á endastöð. Það er mat stuðningshópsins að sveitastjórn og ráðuneyti sé búið að þverbrjóta á réttindum Tryggva, en hann hefur verið útskriftarhæfur af Lungadeild Landsspítalans frá því í apríl 2018 samkvæmt vottorði dags. 27 mars 2018 af Þorgeiri Orra Harðarsyni lækni.Anton Kári, sveitarstjóri Rangáþings eystra sem vill ekki tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols á Hvolsvelli.„Því miður get ég ekki tjáð mig um málefni einstakra heimilismanna, hvorki núverandi né fyrrverandi“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra þegar hann var beðin um að tjá sig um málefni Tryggva en sveitarstjórn fer með málefni Kirkjuhvols. „Við teljum brotið á mannréttindum Tryggva og gerum þá kröfu til sveitarstjóra Rangárþings eystra og heilbrigðisráðuneytis að fara eftir lögum og greiða götu Tryggva aftur heim og það sem allra fyrst,“ segir Svandís Þórhallsdóttir, sem er ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftarlistanum.Undirskriftarlistinn þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis um að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir 14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15 Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59 Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag sem er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. 1. júlí 2010 10:15
Þetta tekur mjög á og það venst ekkert - myndband „Forsagan er sú að pabbi minn og sem sagt afi hans Hilmars slasaðist 15. apríl 2006 og er lamaður frá háls og niður..." sagði Finnur Bjarki þegar við hittum hann og son hans Hilmar Tryggva í dag en þeir gáfu nýverið út disk til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Facebooksíðan þeirra ef þú vilt styrkja málefnið. 6. júlí 2010 15:59
Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá yfirlýsingu vegna málsins. 17. maí 2018 13:59