Lögregla handtók seint í nótt mann í annarlegu ástandi í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um að hafa verið að kveikja eld og var meðal annars búinn að brenna hluta af fötum sínum.
Hann var vistaður í fangageymslum og verður yfirheyrður þegar líður á daginn.
Þá handtók lögregla ölvaðan erlendan ferðamann í miðborginni í gærkvöldi sem var til vandræða og fékk hann að gista í fangaklefa í nótt.
Þriðji maðurinn í annarlegu ástandi var síðan handtekinn í Kópavogi í gærkvöldi sakaður um ofbeldi gegn lögreglumann. Sá fékk einnig að dúsa í fangaklefa í nótt.
Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu að mestu leyti.

