20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. janúar 2019 19:45 Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir lyfjaneyslu meðal háskólanema hafa aukist jafnt og þétt í takt við aukna lyfjanotkun á Íslandi almennt, en hann var meðal frummælenda á ráðstefnu um geðheilbrigði sem stendur yfir í HR í vikunni. „20% háskólanema hafa á einhverjum tímapunkti tekið lyf sem hafa verið ávísuð á einhvern annan og þetta eru fyrst og fremst tveir flokkar lyfja. Annars vegar lyf sem eru tekin í þeim tilgangi að bæta námsárangurinn og hins vegar sem fólk tekur vegna álagseinkenna, verkja, svefnleysis og kvíða,“ segir Jón Magnús. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.Vísir/Anton BrinkÞað er svipað hlutfall og gengur og gerist í nágrannaríkjum. Hann segir lyfin geta vissulega hjálpað þeim sem glími til dæmis við ofvirkini og athyglisbresti, en geta haft öfug áhrif á aðra. „Það eru hættur sem þessu fylgir. Það jafnvel ýtir ennþá meira undir kvíða og svefnleysi og þetta getur leitt til ávana í þessi lyf og það verður lægri og lægri þröskuldurinn til þess að taka þessi lyf við aðrar aðstæður.“10,3% nemenda við HR með einkenni þunglyndis Ingvar Eysteinsson, mastersnemi í klínískri sálfræði, vann rannsókn meðal nemenda Háskólans í Reykjavík en niðurstöður hennar gefa til kynna að 10,3% nemenda við skólann verði fyrir truflun í daglegu lífi vegna þunglyndis og 9,3% vegna kvíða. „Samkvæmt okkar rannsókn virðast töluvert færri vera að glíma við þessi vandamál heldur en að fyrr hefur verið ætlað,“ segir Ingvar. Vísar hann þar til nýlegrar rannsóknar frá árinu 2017 sem náði einnig til nemenda við Háskólann í Reykjavík. Þrátt fyrir það er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum. „Það sem við vorum að gera var að leggja mat á algengi mismunandi kvíðavandamála og þunglyndis á meðal háskólanema með því að nota einkennalista og auk þess notuðum við spurningalista þar sem við spurðum fólk út í þeirra mat á truflun vegna kvíða, þunglyndis og streitu,“ útskýrir Ingvar. „Ég held að það sé rík ástæða til að bregðast við þessum vandamálum.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira