Hafa væntingar um minni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 13:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun. VÍSIR/STEFÁN Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans. Íslenska krónan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans.
Íslenska krónan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira