Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2019 10:58 Alþingismenn eru duglegir að að fylla á flöskur sínar í sódavatnsvél. Vísir/Vilhelm Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent. Alþingi Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent.
Alþingi Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira