Meiri harka í gríska boltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2019 08:30 Ögmundur í síðasta leik sínum fyrir íslenska landsliðið gegn Katar í árslok 2017 en hann var kallaður inn í landsliðið á ný í haust eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar sem leið. Fréttablaðið/Afp Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira