Ósætti um pálmatré þýsku leyniþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 11:45 Einn af pálmum Ulrich Brüschke, sem standa fyrir utan nýjar höfuðstöðvar Bundesnachrichtendienst. Getty/Steffi Loos Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk. Þýskaland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Nýjar höfuðstöðvar þýsku leyniþjónustunnar, Bundesnachrichtendienst (BND), voru formlega vígðar við hátíðlega athöfn í Berlín í gær. Framkvæmdir tóku 12 ár en orðrómar um dularfull pálmatré skyggðu þó á langþráða opnunarhátíðina. Höfuðstöðvarnar eru alls 260 þúsund fermetrar að stærð og samanstanda meðal annars af 20 þúsund tonnum af stáli, 14 þúsund gluggum og um 12 þúsund hurðum. Um er að ræða stærstu heimkynni nokkurrar leyniþjónustu í heiminum þar sem um 4000 manns munu starfa. Byggingaframkvæmdirnar hófust fyrir 12 árum en ætlað var að þeim lyki árið 2011. Talið er að að byggingarkostnaðurinn hafi verið rúmlega milljarður evra, eða um 135 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir að fyrstu starfsmennirnir hafi flutt inn árið 2017 voru hinar nýju, ógnarstóru höfuðstöðvar í Berlín ekki teknar formlega í gagnið fyrr en í gær og var það Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sem fékk það hlutverk að vígja hið 135 þúsund rúmmetra ferlíki. Þrátt fyrir að Merkel hafi í ræðu sinni undirstrikað mikilvægi BND á viðsjárverðum tímum í alþjóðastjórnmálum eru þó ekki allir á einu máli. Ýmsir Þjóðverar kæra sig þannig ekkert um að þýska leyniþjónustan muni fá úr næstum milljarði evra að moða í ár til að stunda hin óræðu og oft gagnrýnisverðu starfsemi sína. Til að mynda var BND staðin að því að njósna um erlenda blaðamenn árið 2017, auk þess sem hún aðstoðaði bandaríska leyniþjónustu við umfangsmiklar hleranir sínar, sem Edward Snowden afhjúpaði árið 2013. Þá hafa margir sett spurningarmerki við dularfull pálmatré úr stáli sem sett hafa verið upp á lóð nýju höfuðstöðvanna. Margir óttuðust að leyniþjónustan hefði komið fyrir njósnabúnaði í trjánum til að fylgjast með ferðum þeirra sem eiga leið fram hjá höfuðstöðvunum, sem standa skammt frá rústum Berlínarmúrsins. Orðrómar um trén urðu svo háværir að þýska þingið neyddist í janúar síðastliðnum að senda frá sér yfirlýsingu - þar sem það var ítrekað að pálmarnir væru listaverk en ekki leynimakk.
Þýskaland Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira