Þjóðverji einn hafði heldur betur heppnina með sér í kvöld þegar hann vann stóra vinninginn í Eurojackpot, alls 8,6 milljarða króna, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá.
Sá heppni, sem keypti miðann í Kolbenz í Þýskalandi, var einn með allar tölur réttar, það er fimm aðaltölurnar og tvær bónustölur.
Fjórir skiptu svo með sér öðrum vinningi, það er voru með fimm rétta og eina bónustölu, en það voru Dani, Finni, Svíi og Þjóðverji og fá þeir hver um sig 80 milljónir króna.
Vann 8,6 milljarða í Eurojackpot
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
