Formaður VG: Mál sem áður þóttu hlægileg nú orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 18:45 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, á flokksráðsfundi í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra, segir að það geti tekið á að vera í flokknum og að það sé stundum skrýtið. Þá eigi flokksmenn að vera stoltir af því að vera í stjórnmálahreyfingu sem hafi alltaf þorað að taka óvinsæla slagi og óvinsælar ákvarðanir. Þetta kom fram í máli Katrínar á flokksráðsfundi VG sem hófst síðdegis í dag en flokkurinn fagnar nú um helgina 20 ára afmæli sínu. Katrín sagði að á þessum tíma hefði málefnaleg staða flokksins gerbreyst. Þau málefni flokksins sem áður hefðu þótt hlægileg væru nú orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna. „Þegar við Vinstri-græn töluðum um nýsköpun og að hverfa frá stóriðjustefnunni, eitthvað annað, þóttum við hlægileg og eitthvað annað var skilgreint sem fjallagrös og sauðskinnsskór. Þegar Vinstri-græn vildu gera kaup á vændi refsiverð vorum við púritanar sem hötuðu karlmenn og voru á móti kynlífi. Þegar við vildum fella niður leikskólagjöld vorum við óraunsætt draumórafólk. Og þegar við sögðum að kannski væru bankarnir of aðsópsmiklir vorum við sögð standa gegn framförum og jafnvel sjálfum nútímanum. En sagan sýnir að öll þessi mál eru nú hluti af meginstraumi stjórnmálanna,“ sagði Katrín. Í ræðu sinni ræddi hún jafnframt núverandi ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem var afar umdeilt innan Vinstri grænna. „[…] við tókum þá ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf sem við vissum að yrði umdeilt en gæfi um leið tækifæri til að ráðast í þá samfélagslegu uppbyggingu sem við töldum að væri aðalatriðið að fara í eftir mörg ár niðurskurðar og þrenginga í kjölfar kreppu. Við töldum ófært annað en að nýta meðbyr í efnahagslífinu til brýnna verkefna við að byggja upp innviði landsins,“ sagði Katrín og fór svo yfir ýmislegt sem ráðist hefur verið í af hálfu ríkisstjórnarinnar, meðal annars aðgerðaáætlun í loftslagmálum, lækkun tannlæknakostnaðar fyrir aldraða og öryrkja og hækkun barnabóta.Skilur óánægju vegna Venesúela Þá minnti Katrín á það að Vinstri græna hafa lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld tali alltaf fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. „Þar getum við gert betur og eigum til þess tækifæri, til dæmis í ár þegar við eigum sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Við eigum að taka skýra afstöðu gegn valdboðsstjórnmálum samtímans og við eigum eftir sem áður að standa gegn stórhættulegu hagsmunakapphlaupi stórvelda,“ sagði Katrín og minntist síðan á yfirlýsinu Íslands í málefnum Venesúela fyrr í vikunni. Alþjóðlegur þrýstingur væri á að þar yrði boðað til lýðræðislegra kosninga. „Ég veit að sumir félagar okkar eru ósáttir við framgang þessara mála og ég hef skilning á því. Þess vegna höfum við sett lýðræðislegar kosningar á oddinn en ég legg ríka áherslu á að hér er ekki á nokkurn hátt verið að styðja hernaðaríhlutun heldur leggjum við áherslu á friðsamlega lausn þessarar deilu,“ sagði Katrín. Undir lok ræðu sinnar ræddi hún svo um það sem flokksmenn geti verið stoltir af. „Við eigum að vera stolt af því vera stjórnmálahreyfing sem hefur alltaf þorað að taka óvinsæla slagi og óvinsælar ákvarðanir. Við getum verið stolt af því að vera stjórnmálahreyfing sem lætur stefnu og málefni ekki ráðast af fjölda læka heldur mótar stefnu sína á félagslegan hátt og stendur með henni. Við getum verið stolt af því að hafa í tuttugu ára sögu þorað að takast á og takast í hendur þrátt fyrir að vera ósammála. Við getum verið stolt af því að hafa alltaf forgangsraðað því að gera samfélaginu gagn og það höfum við svo sannarlega gert.“ Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra, segir að það geti tekið á að vera í flokknum og að það sé stundum skrýtið. Þá eigi flokksmenn að vera stoltir af því að vera í stjórnmálahreyfingu sem hafi alltaf þorað að taka óvinsæla slagi og óvinsælar ákvarðanir. Þetta kom fram í máli Katrínar á flokksráðsfundi VG sem hófst síðdegis í dag en flokkurinn fagnar nú um helgina 20 ára afmæli sínu. Katrín sagði að á þessum tíma hefði málefnaleg staða flokksins gerbreyst. Þau málefni flokksins sem áður hefðu þótt hlægileg væru nú orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna. „Þegar við Vinstri-græn töluðum um nýsköpun og að hverfa frá stóriðjustefnunni, eitthvað annað, þóttum við hlægileg og eitthvað annað var skilgreint sem fjallagrös og sauðskinnsskór. Þegar Vinstri-græn vildu gera kaup á vændi refsiverð vorum við púritanar sem hötuðu karlmenn og voru á móti kynlífi. Þegar við vildum fella niður leikskólagjöld vorum við óraunsætt draumórafólk. Og þegar við sögðum að kannski væru bankarnir of aðsópsmiklir vorum við sögð standa gegn framförum og jafnvel sjálfum nútímanum. En sagan sýnir að öll þessi mál eru nú hluti af meginstraumi stjórnmálanna,“ sagði Katrín. Í ræðu sinni ræddi hún jafnframt núverandi ríkisstjórnarsamstarf flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sem var afar umdeilt innan Vinstri grænna. „[…] við tókum þá ákvörðun að fara í stjórnarsamstarf sem við vissum að yrði umdeilt en gæfi um leið tækifæri til að ráðast í þá samfélagslegu uppbyggingu sem við töldum að væri aðalatriðið að fara í eftir mörg ár niðurskurðar og þrenginga í kjölfar kreppu. Við töldum ófært annað en að nýta meðbyr í efnahagslífinu til brýnna verkefna við að byggja upp innviði landsins,“ sagði Katrín og fór svo yfir ýmislegt sem ráðist hefur verið í af hálfu ríkisstjórnarinnar, meðal annars aðgerðaáætlun í loftslagmálum, lækkun tannlæknakostnaðar fyrir aldraða og öryrkja og hækkun barnabóta.Skilur óánægju vegna Venesúela Þá minnti Katrín á það að Vinstri græna hafa lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld tali alltaf fyrir friðsamlegum lausnum og gegn vígvæðingu. „Þar getum við gert betur og eigum til þess tækifæri, til dæmis í ár þegar við eigum sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Við eigum að taka skýra afstöðu gegn valdboðsstjórnmálum samtímans og við eigum eftir sem áður að standa gegn stórhættulegu hagsmunakapphlaupi stórvelda,“ sagði Katrín og minntist síðan á yfirlýsinu Íslands í málefnum Venesúela fyrr í vikunni. Alþjóðlegur þrýstingur væri á að þar yrði boðað til lýðræðislegra kosninga. „Ég veit að sumir félagar okkar eru ósáttir við framgang þessara mála og ég hef skilning á því. Þess vegna höfum við sett lýðræðislegar kosningar á oddinn en ég legg ríka áherslu á að hér er ekki á nokkurn hátt verið að styðja hernaðaríhlutun heldur leggjum við áherslu á friðsamlega lausn þessarar deilu,“ sagði Katrín. Undir lok ræðu sinnar ræddi hún svo um það sem flokksmenn geti verið stoltir af. „Við eigum að vera stolt af því vera stjórnmálahreyfing sem hefur alltaf þorað að taka óvinsæla slagi og óvinsælar ákvarðanir. Við getum verið stolt af því að vera stjórnmálahreyfing sem lætur stefnu og málefni ekki ráðast af fjölda læka heldur mótar stefnu sína á félagslegan hátt og stendur með henni. Við getum verið stolt af því að hafa í tuttugu ára sögu þorað að takast á og takast í hendur þrátt fyrir að vera ósammála. Við getum verið stolt af því að hafa alltaf forgangsraðað því að gera samfélaginu gagn og það höfum við svo sannarlega gert.“
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15