Ágúst Ólafur verður lengur í meðferð en ráð var fyrir gert Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2019 13:27 Ágúst Ólafur hefur verið í meðferð að undanförnu og nú liggur fyrir að hann mun þurfa lengri tíma til að taka á sínum málum en upphaflega var gert ráð fyrir. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður greinir frá því að hann hafi að undanförnu verið í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Og segir að vandi sinn sé meiri en hann hafi áttað sig á. Hann ætlar að leita sér hjálpar enn um sinn sem þýðir að Ágúst Ólafur mun ekki koma aftur til starfa á þinginu um hríð. Ágúst Ólafur tók sér hlé frá þingstörfum eftir að kvörtun blaðamannsins Báru Huldar Beck kom fram um áreiti af hans hálfu. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið, veitti honum áminningu og hvarf hann í kjölfar þess af þinginu. Einar Kárason rithöfundur tók sæti á þinginu í vikunni sem varamaður hans og er því ljóst að hann mun verða lengur en gert var ráð fyrir. En, samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Ágúst Ólafur kæmi til starfa 18. þessa mánaðar, eða eftir kjördæmaviku þingsins. Ágúst gaf það út að hann yrði frá þinginu í tvo mánuði, í launalausu leyfi, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 7. desember. Hann er nú kominn í veikindaleyfi, samkvæmt yfirlýsingu. (Sjá neðar.) Víst er að málið hefur reynst þingflokki Samfylkingar erfitt, en það þykir svipa til Klausturmálsins, en þingmenn Samfylkingarinnar hafa fordæmt fortakslaust tal þeirra þingmanna sem þar fóru mikinn í rausi á Klaustur bar.Ágúst Ólafur greinir frá áfengismeðferð sinni Ágúst Ólafur greindi frá fyrirætlunum sínum í pistli á Facebook sem hann birti fyrir stundu, svohljóðandi:Fyrir tveimur mánuðum tók ég mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hafa sýnt af mér óforsvaranlega hegðun og fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Fyrir þá hegðun og þann dómgreindarbrest skammast ég mín og iðrast mjög. Ég vil biðjast aftur innilega afsökunar á háttsemi minni.Ég hef notað þennan tíma til að endurskoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mánuði af áfengismeðferð hjá SÁÁ og sú meðferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skilning um þá afneitun sem ég hef verið í gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi var farið að hafa mjög neikvæð áhrif á líf mitt og það er sömuleiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum vanlíðan. Áfengisvandi minn er vitaskuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum.Sú ákvörðun að fara í áfengismeðferð hefur reynst mér gæfuspor. Ég hef þurft viðurkenna vanmátt minn og vera tilbúinn að þiggja aðstoð. Ég hef komist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upplifað á eigin skinni hvað sú þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sem SÁÁ veitir, er mikilvæg.Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu réttlátara samfélags en ég þarf að setja heilsu mína og meðferð í forgang. Ég mun því óska eftir því að fara í veikindaleyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tíminn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skilning. Alþingi MeToo Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður greinir frá því að hann hafi að undanförnu verið í áfengismeðferð hjá SÁÁ. Og segir að vandi sinn sé meiri en hann hafi áttað sig á. Hann ætlar að leita sér hjálpar enn um sinn sem þýðir að Ágúst Ólafur mun ekki koma aftur til starfa á þinginu um hríð. Ágúst Ólafur tók sér hlé frá þingstörfum eftir að kvörtun blaðamannsins Báru Huldar Beck kom fram um áreiti af hans hálfu. Trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið, veitti honum áminningu og hvarf hann í kjölfar þess af þinginu. Einar Kárason rithöfundur tók sæti á þinginu í vikunni sem varamaður hans og er því ljóst að hann mun verða lengur en gert var ráð fyrir. En, samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Ágúst Ólafur kæmi til starfa 18. þessa mánaðar, eða eftir kjördæmaviku þingsins. Ágúst gaf það út að hann yrði frá þinginu í tvo mánuði, í launalausu leyfi, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér 7. desember. Hann er nú kominn í veikindaleyfi, samkvæmt yfirlýsingu. (Sjá neðar.) Víst er að málið hefur reynst þingflokki Samfylkingar erfitt, en það þykir svipa til Klausturmálsins, en þingmenn Samfylkingarinnar hafa fordæmt fortakslaust tal þeirra þingmanna sem þar fóru mikinn í rausi á Klaustur bar.Ágúst Ólafur greinir frá áfengismeðferð sinni Ágúst Ólafur greindi frá fyrirætlunum sínum í pistli á Facebook sem hann birti fyrir stundu, svohljóðandi:Fyrir tveimur mánuðum tók ég mér launalaust leyfi frá þingstörfum eftir að hafa sýnt af mér óforsvaranlega hegðun og fengið áminningu frá trúnaðarnefnd flokksins. Fyrir þá hegðun og þann dómgreindarbrest skammast ég mín og iðrast mjög. Ég vil biðjast aftur innilega afsökunar á háttsemi minni.Ég hef notað þennan tíma til að endurskoða líf mitt og hef ég nú lokið fyrsta mánuði af áfengismeðferð hjá SÁÁ og sú meðferð stendur enn yfir. Hjálpin sem ég hef fengið innan SÁÁ hefur komið mér í skilning um þá afneitun sem ég hef verið í gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi var farið að hafa mjög neikvæð áhrif á líf mitt og það er sömuleiðis sárt að vita til þess að ég hef valdið öðrum vanlíðan. Áfengisvandi minn er vitaskuld engin afsökun fyrir hegðun minni og ég ber fulla ábyrgð á mínum gjörðum.Sú ákvörðun að fara í áfengismeðferð hefur reynst mér gæfuspor. Ég hef þurft viðurkenna vanmátt minn og vera tilbúinn að þiggja aðstoð. Ég hef komist að því að vandi minn er meiri en ég hafði áttað mig á. Ég hef einnig upplifað á eigin skinni hvað sú þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sem SÁÁ veitir, er mikilvæg.Það er fátt sem mig langar meira en að vinna í þágu réttlátara samfélags en ég þarf að setja heilsu mína og meðferð í forgang. Ég mun því óska eftir því að fara í veikindaleyfi frá störfum mínum á Alþingi á meðan ég vinn að því að ná bata. Tíminn mun leiða í ljós hvenær ég muni taka aftur sæti á þingi. Ég vona að fólk sýni þeirri ákvörðun skilning.
Alþingi MeToo Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05 Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05 Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Oddný fundaði með Ágústi Ólafi í dag Óðum styttist í að þingmaðurinn snúi aftur á Alþingi. 31. janúar 2019 15:05
Helmingur Íslendinga vill afsögn Ágústs Ólafs Rúmlega 51 prósent landsmanna eru hlynnt afsögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10. janúar 2019 11:05
Vill að mál Ágústs Ólafs fari fyrir siðanefnd Alþingis Nefndarmönnum í forsætisnefnd Alþingis hefur borist beiðni um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar fari fyrir siðanefnd Alþingis og fái þar með sömu meðferð og mál þingmannanna sex sem ræddu saman á Klausturbar í lok nóvember á síðasta ári. 21. janúar 2019 18:05