Átján ára strákur hjálpar Real Madrid að gleyma Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2019 18:15 Vinicius Junior. Vísir/Getty Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Vinicius Junior minnti vel á sig í El Clasico leiknum á móti Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og margir í Madrid sjá hann nú fyrir sér sem framtíðarstórstjörnu félagsins. En hver er þetta? Hvernig fór átján ára strákur að því að stimpla sig inn í lið Evrópumeistara undanfarinna þriggja ára. BBC skoðaði aðeins betur þennan táning frá Brasilíu sem er að hjálpa Real Madrid að gleyma Cristiano Ronaldo. Vinicius Junior er fæddur í júlímánuði 2000 og var ekki orðinn sautján ára þegar Real Madrid keypti hann fyrir 38,7 milljónir punda frá Flamengo í Brasilíu. Þá hafði drengurinn samt aðeins spilað í samtals sautján mínútur í fullorðinsfótbolta. Vinicius Junior kom þó ekki til Madrídar fyrr en í júlí 2018 eða aðeins nokkrum dögum eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo til Juventus fyrir 99,2 milljónir punda. Þetta hefur vissulega verið mjög erfitt tímabil fyrir Real Madrid, lífið án Ronaldo hefur verið mjög krefjandi, en einn að ljósu punktunum er vissulega innkoma Vinicius Junior. Vinicius Junior er hæfileikaríkur fótboltamaður og spænski knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague hefur miklar mætur á honum. „Í mínum augum þá sé ég báða Ronaldo í honum,“ sagði Guillem Balague við BBC. Báðir Ronaldo eru þá Cristiano Ronaldo annars vegar og Brasilíumaðurinn Ronaldo hins vegar. Það er ekki slæmt að vera líkt við tvo af bestu knattspyrnumönnum allra tíma.He was signed after playing just 17 minutes of senior football... Now, Real Madrid's Vinicius Junior is the talk of the Bernabeu. Here's why https://t.co/nQ2TcdIixjpic.twitter.com/wSPycvUawR — BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2019„Þegar hann hleypur með boltann, krafturinn, styrkurinn, hraðinn og stjórnunin á boltanum við fætur hans. Það er mjög líkt og því sem við sáum hjá Brasilíumanninum Ronaldo,“ sagði Guillem Balague. „Þetta þýðir samt ekki að hann verður eins góður og þeir því til þess þarf hann að hafa rétta hugarfarið, vinna vel í sínum málum, vera heppinn með meiðsli og fá trúna frá þjálfurum sínum,“ sagði Balague. Vinicius hefur skorað fjögur mörk fyrir Real Madrid síðan að hann lék sinn fyrsta leik 29. september síðastliðinn en hann hefur líka byggt upp góða samvinnu við Frakkann Karim Benzema. Brasilíumaðurinn er að leggja upp mikið af mörkum.8 - Vinícius Júnior ha participado en ocho goles con el @realmadrid en esta edición de la Copa del Rey (dos goles y seis asistencias), más que cualquier otro jugador de LaLiga. Titular. #ElClásicopic.twitter.com/zax2gpWcGM — OptaJose (@OptaJose) February 6, 2019„Samvinnan og skilningurinn á milli hans og Benzema er betri en á milli Bale og Frakkans. Þessir tveir, Benzema og Vinicius, hafa lífgað við Real Madrid liðið. Þegar Ronaldo fór þá átti þetta að verða árið hans Bale,“ sagði ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Mina Rzouki við BBC. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Vinicius Junior. Hann hefur allt til alls til að verða einn sá besti í heimi og keppir kannski um það við menn eins og þá Kylian Mbappe og Anthony Martial. Hér má sjá alla úttekt BBC á Vinicius Junior.Vinicius Júnior en la Copa del Rey : - 6 partidos - 2 goles - 6 asistencias Tiene 18 años, es titular y es el jugador DISTINTO del Real Madrid. pic.twitter.com/BnV1nMvgKk — Fútbol (@Futbool_Fotos) January 31, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira