Greint frá því á mánudag að lík hafi fundist í vélinni sem hrapaði skammt frá Guernsey á leið sinni frá Frakklandi til Cardiff í Wales. Náðist það úr vélinni í gær.
Sala var um borð í vélinni, sem var af gerðinni Piper Malibu N264DB, ásamt flugmanninum David Ibbotson, 59 ára.
Argentínumaðurinn var búinn að skrifa undir samning hjá Cardiff eftir fimmtán milljóna punda kaup franska félagsins Nantes á framherjanum tveimur dögum áður en vélin hrapaði.
David Ibbotson, 59 ára gamall flugmaður, flaug vélinni þegar að hún hrapaði 21. janúar en hún fannst eftir að hafrannsóknarfræðingurinn David Mearns fór fyrir leit sem kostuð var af einkaaðilum, þar á meðal stjörnum úr fótboltaheiminum.
Mikil sorg hefur ríkt í knattspyrnuheiminum undanfarna daga og vikur en ekki er vitað hvort að lík flugmannsins Ibbotson sé fundið.
#Update The body brought to Portland Port today has been formally identified by HM Coroner for Dorset as that of professional footballer Emiliano Sala.
The families of Mr Sala and pilot David Ibbotson have been updated. Our thoughts remain with them all
https://t.co/YpVTvaEt7P
— Dorset Police (@dorsetpolice) February 7, 2019