Segja ríkisstjórnarflokkana ganga á bak orða sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 15:08 Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi nefndarinnar í morgun. vísir/vilhelm Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja að ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi gengið á bak orða sinna hvað varðar samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum fjórum en tilefnið eru formannsskipti í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, steig til hliðar sem formaður og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við formennskunni. Í yfirlýsingu flokkanna fjögurra lýsa þeir yfir „miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.“ Þá er rakið að fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur, annars vegar um að Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tæki við embætti formanns, sem Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar bar upp, og hins vegar að Jón tæki við en Bergþór bar upp þá tillögu. „Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja. Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum,“ segir í yfirlýsingunni en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna formannsskipta í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lýsum við yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.Fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur enda ljóst að fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns VG og Björns Leví Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa Pírata, töldu óásættanlegt að fulltrúi Miðflokksins gengi að trúnaðarstörfum sínum á Alþingi sem vísum eftir framgöngu sína á Klaustri eins og alræmt er. Krafa þeirra um formannaskipti hafði verið borin fram á síðasta fundi nefndarinnar en þá verið vísað frá af meirihlutanum. Fulltrúar minnihlutans höfðu margsinnis lagt til að Miðflokkur tilnefndi einhvern þeirra þriggja þingmanna flokksins sem ekki höfðu tekið þátt í samkomunni á Klaustri. Minnihlutinn hefur einnig ítrekað lagt til að formannsembættið færist til á næsta flokk í stjórnarandstöðunni á meðan Miðflokkurinn leysir ekki úr sínum málum og lögðu því til að fulltrúi Viðreisnar tæki við formennsku fyrir hönd minnihlutans. Fulltrúi Miðflokks kaus hins vegar að leggja til að formennska færi heldur til stjórnarliða sem meirihlutinn samþykkti.Við formannsskiptin lágu fyrir tvær tillögur um embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Fyrri tillagan var borin upp af fulltrúa Samfylkingar, Helgu Völu Helgadóttur, en sú seinni frá fulltrúa Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni. Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja.Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum.Samfylking,PíratarViðreisnFlokkur fólksins Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja að ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi gengið á bak orða sinna hvað varðar samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum fjórum en tilefnið eru formannsskipti í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, steig til hliðar sem formaður og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við formennskunni. Í yfirlýsingu flokkanna fjögurra lýsa þeir yfir „miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.“ Þá er rakið að fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur, annars vegar um að Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tæki við embætti formanns, sem Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar bar upp, og hins vegar að Jón tæki við en Bergþór bar upp þá tillögu. „Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja. Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum,“ segir í yfirlýsingunni en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna formannsskipta í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lýsum við yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.Fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur enda ljóst að fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns VG og Björns Leví Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa Pírata, töldu óásættanlegt að fulltrúi Miðflokksins gengi að trúnaðarstörfum sínum á Alþingi sem vísum eftir framgöngu sína á Klaustri eins og alræmt er. Krafa þeirra um formannaskipti hafði verið borin fram á síðasta fundi nefndarinnar en þá verið vísað frá af meirihlutanum. Fulltrúar minnihlutans höfðu margsinnis lagt til að Miðflokkur tilnefndi einhvern þeirra þriggja þingmanna flokksins sem ekki höfðu tekið þátt í samkomunni á Klaustri. Minnihlutinn hefur einnig ítrekað lagt til að formannsembættið færist til á næsta flokk í stjórnarandstöðunni á meðan Miðflokkurinn leysir ekki úr sínum málum og lögðu því til að fulltrúi Viðreisnar tæki við formennsku fyrir hönd minnihlutans. Fulltrúi Miðflokks kaus hins vegar að leggja til að formennska færi heldur til stjórnarliða sem meirihlutinn samþykkti.Við formannsskiptin lágu fyrir tvær tillögur um embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Fyrri tillagan var borin upp af fulltrúa Samfylkingar, Helgu Völu Helgadóttur, en sú seinni frá fulltrúa Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni. Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja.Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum.Samfylking,PíratarViðreisnFlokkur fólksins
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55