Er ekki hægt að borga okkur líka? Eyrún Baldursdóttir skrifar 6. febrúar 2019 12:30 Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið bárust þær gleðifréttir frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðherra stefni á að greiða kennaranemum á fimmta ári laun fyrir starfsnám sitt. Sem hjúkrunarfræðinemi velti ég því strax fyrir mér hvort hið sama gæti gerst fyrir hina fjölmörgu nemendur á Heilbrigðisvísindasviði sem vinna launalaust á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á meðan á námi sínu stendur. Mikill sigur vannst á síðasta ári þegar ljósmóðurfræðinemar fengu þá kröfu uppfyllta að nemalaun voru aftur tekin upp í þeirra klíníska námi. Það var stórt skref í í hagsmunabaráttu stúdenta en við í Röskvu viljum halda áfram og krafa okkar er að allt starfsnám háskólanema verði metið til launa líkt og fram kemur í stefnu Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Fyrsta skref gæti til dæmis verið að jafna kjör allra stúdenta sem stunda nám á framhaldsstigi í samræmi við ljósmóðurfræðinema. Menntamálaráðherra hefur gefið út að ein ástæða þess að nauðsynlegt sé að greiða kennaranemum laun á meðan námi stendur sé til þess að auka aðsókn í námið. Við í Röskvu teljum að þær forsendur gildi einnig fyrir hjúkrunarfræðinema en gríðarlegur skortur er á starfandi hjúkrunarfræðingum. Aðsókn í námið er langt frá því að vera nægileg til þess að tryggja endurnýjun starfstéttar sem er að eldast hratt. Sömuleiðis þurfa yfirvöld að viðurkenna að tími og framlag stúdenta er mikils virði og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag. Launað starfsnám allra nema á Heilbrigðisvísindasviði er mikilvægt jafnréttismál. Það er nánast ómögulegt fyrir stúdenta að ná endum saman á námslánum einum og sér. Húsnæðiskostnaður, samgöngur og almennt uppihald er kostnaðarsamt og þurfa flestir stúdentar að vinna meðfram námi. Álagið í sumum greinum á Heilbrigðisvísindasviði, t.d. hjá læknanemum, er gríðarlegt. Auk fullrar viðveruskyldu á heilbrigðisstofnun frá kl. 08-16 á virkum dögum taka nemar launalausar helgarvaktir í 12 klukkustundir í senn. Ofan á það þurfa þeir nemendur, sem hafa minna á milli handanna eða hafa ekki fjárhagslegan stuðning frá foreldrum, að vinna hlutastarf til að afla tekna. Slíkt fyrirkomulag er óásættanlegt. Það gæti stuðlað að kulnun strax á námsárunum og gerir nám í heilbrigðisvísindum óaðgengilegt þeim sem ekki hafa sterkt fjárhagslegt bakland. Við í Röskvu sættum okkur ekki við slíkt fyrirkomulag lengur. Launað starfsnám á að vera tryggt fyrir alla nemendur, líka á Heilbrigðisvísindasviði. Stúdentar geta haft áhrif á hverjir leiða þessa baráttu og þú getur treyst því að við í Röskvu munum gera það þeim krafti sem einkennir öll okkar störf. Kjósum háskóla fyrir alla, kjósum Röskvu. Eyrún Baldursdóttir, 1. sæti á Heilbrigðisvísindasviði fyrir Röskvu
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar