Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 12:00 Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira