Bryndís skammaði Björn Leví og Þórhildi Sunnu vegna mótmæla þeirra Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 20:49 Bryndís Haraldsdóttir er einn af varaforsetum Alþingis. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti Alþingis, skammaði þingmenn Pírata, þau Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björn Leví Gunnarsson, vegna þögulla mótmæla þeirra þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var í ræðustól á þingi í dag. Bergþór var þangað mættur sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis til að ræða samgönguáætlun en þetta var fyrsta ræða hans á þingi eftir að hann sneri til baka úr leyfi sem hann tók sér eftir að Klausturs-málið svokallað kom upp. Þegar Bergþór hafði nýhafið ræðu sína stilltu þau Björn Leví og Þórhildur Sunna sér upp sitthvoru megin við ræðupúltið með svokallaðar FO-húfur frá UN-Women sem er skammstöfun fyrir „Fokk ofbeldi“.Þórhildur Sunna sagði í samtali við Vísi að um hefði veri að ræða þögul mótmæli af þeirra hálfu vegna veru Bergþórs Ólasonará þingi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í stóli forseta Alþingis en hvorki hann né Bergþór hreyfðu við andmælum þegar Píratarnir tóku upp á þessu.Þetta gerðist um klukkan 17:20 í dag en klukkan sex settist Bryndís, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í stól forseta Alþingis og byrjaði á að átelja Píratana. „Forseti vill átelja framkomu háttvirtra þingmanna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Björns Leví Gunnarssonar við upphaf ræðu háttvirts þingmanns Bergþórs Ólasonar,“ sagði Bryndís. Vísaði hún í orð fyrrverandi forseta Alþingis, Árna Þórs Sigurðssonar, sem voru látin falla eftir að Björn Valur Gíslason, þáverandi þingmaður Vinstri grænna, og Lúðvík Geirsson, þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gengu með blöð fram hjá ræðupúlti Alþingis sem ritað var á „Málþóf“ þegar Illugi Gunnarsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var að ræða fjárlagafrumvarp ársins 2013. „Jafnframt vill forseti minna á orð fyrrverandi forseta þings sem sögð voru við álíka tilefni í þingsal árið 2012 þegar hann sagði að atvik af þessum toga væri ekki við hæfi og að í þessum sal tjái menn sjónarmið sín og viðhorf úr ræðustól,“ sagði Bryndís á þingi í dag. Bæði Lúðvík og Björn Valur báðu Illuga afsökunar á framferði sínu síðar meir.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með „Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20