Uss! Haukur Örn Birgisson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar