Hægt að hindra þriðjung dauðsfalla af krabbameini Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins sem hefur herferð í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Í fyrra létust tæplega 700 manns á Íslandi af völdum krabbameina. Krabbameinsfélagið telur að hægt væri að koma í veg fyrir að minnsta kosti þriðjung þessara dauðsfalla með auknum forvörnum, þekkingu á einkennum, snemmgreiningu og meðferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í tilefni þess að í dag er alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Vinnuvikan sem er að hefjast verður tileinkuð fræðslu tengdri krabbameinum og forvörnum gegn þeim. Þá hefst í dag þriggja ára herferð krabbameinsfélaga um allan heim. Hefur Krabbameinsfélagið fengið fyrirtæki til liðs við sig sem skuldbinda sig til að láta til sín taka í baráttunni gegn krabbameinum. Þessi fyrirtæki munu miðla upplýsingum til starfsmanna sinna og stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi. Þá eru önnur fyrirtæki hvött til að skrá sig til leiks og verður boðið upp á fyrirlestra í fyrirtæki, ráðgjöf og fjölbreytt námskeið. Haft er eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, að allir þurfi að vera meðvitaðir um lífsstílsþætti sem eru fyrirbyggjandi gegn krabbameinum. Fyrirtæki geti stutt við starfsmenn sína með því að auðvelda þeim að velja heilbrigða lifnaðarhætti og um leið unnið gegn krabbameinum. „Aukin þekking hjálpar okkur að vera vakandi fyrir einkennum, taka upplýstar ákvarðanir um heilsu okkar og takast á við ótta og misskilning um krabbamein,“ segir Halla.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar. 31. janúar 2019 21:00