Ólafur: Ætluðum bara að vinna þetta saman Smári Jökull Jónsson skrifar 3. febrúar 2019 21:26 Ólafur Ólafsson skoraði 17 stig í kvöld. Vísir/Bára „Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
„Ég hafði áhyggjur af því að konan mín færi af stað uppi í stúku, maður fann spennuna í andrúmsloftinu. Það var yndislegt að spila svona, eins og við vorum að gera þetta fyrir hvorn annan. Við erum bestir þannig og þú sást hvað gerðist,“ sagði Ólafur Ólafsson í viðtali strax eftir sigurleikinn gegn Tindastóli í kvöld. „Þú sást bara hvað gerðist. Þeir skoruðu 96 stig en okkur var eiginlega slétt sama hvað þeir skoruðu mikið, við ætluðum bara að vinna og gera það saman og okkur tókst það.“ Grindavík hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld en nú sást barátta og kraftur sem vantar hefur undanfarið. „Ég fann það á æfingu í gær þegar við vorum að æfa hér eftir kvennaleikinn sem var ekkert mjög skemmtilegt, að æfa hér klukkan 9 á laugardagskvöldi. Þó að við værum ekki að nenna þessum tíma var einhver neisti sem ég fann fyrir. Það var geggjað að spila með strákunum í dag og maður fékk einhvern 2016 fíling aftur. Vonandi getum við haldið áfram að byggja ofan á það,“ bætti Ólafur við sem var með skrámur í andlitinu eftir baráttuna í kvöld. „Ég fékk einhvern putta í augað en ég er vanur því. Þetta er ekkert nýtt.“ Grindvíkingar létu Tiegbe Bamba fara eftir leikinn gegn Val á miðvikudag og náðu ekki að bæta við öðrum manni í hans stað. „Þetta er frábær drengur og allt það. Mér fannst sóknin stoppa pínulítið þegar hann fékk boltann, með fullri virðingu fyrir honum. Hann er frábær íþróttamaður en það stoppaði allt og við vorum að horfa og bíða eftir því að hann myndi gera eitthvað. Ég vona að hann fái eitthvað frábært starf, hann er góður en það vantaði eitthvað sem var ekki að virka hér.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Hamar/Þór | Njarðvíkingar á mikilli siglingu Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Tindastóll 100-96 | Sigur hjá Grindavíkingum eftir háspennuleik Grindavík vann sætan sigur á Tindastóli í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var æsispennandi en heimamenn voru sterkari á lokamínútunum og unnu sigur eftir fjögur töp í röð í deild og bikar. 3. febrúar 2019 22:15