Núlluðu út afgreiðslu ráðuneytis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Gögnin voru í Skuggasundi 3 og kvaðst enginn eiga þau. Fréttablaðið/Ernir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR) á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum og tilteknum bréfum kjararáðs. Fréttablaðið hefur nú í rúma þrettán mánuði reynt að fá aðgang að gögnunum en árangurslaust. Í júní felldi ÚNU úr gildi afgreiðslu kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að gögnunum. Er þetta því í annað sinn sem blaðið neyðist til þess að fara með málið fyrir nefndina. Eftir að sá úrskurður lá fyrir sendi blaðið beiðni til FJR vegna þeirra. Það vísaði hins vegar á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). ÞSK sagði aftur á móti að hillumetrar þess væru uppurnir og ekki væri því tekið á móti nýjum skjölum. Því væri rétt að beina málinu til FJR. Ráðuneytið sagði hins vegar að það hefði ekki skjölin í sinni vörslu heldur starfsmaður kjararáðs. Það er hins vegar rétt að taka fram að á þessum tíma var starfsmaður ráðsins orðinn starfsmaður ráðuneytisins. Í ljósi þessa sendi Fréttablaðið kæru til ÚNU enda taldi það að umrædd gögn væru sannarlega í vörslu FJR og því bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort afrit af þeim yrðu veitt eður ei. Fyrir nefndinni sagði FJR að gögnin væru ekki í vörslu þess heldur í geymsluhúsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins. ÚNU taldi ljóst að þegar beiðni Fréttablaðsins var lögð fram hefði starfsmaður FJR unnið að frágangi gagnanna til afhendingar til ÞSK. Því væri það engum vafa undirorpið að beiðnin varðaði gögn sem væru fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Skipti þar engu máli hvort gögnin hefðu verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða ekki. „Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að FJR hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga,“ segir í úrskurði ÚNU. Nefndin taldi því að gagnabeiðni Fréttablaðsins hefði verið vísað frá á rangri forsendu, afgreiðsla málsins hefði ekki verið í samræmi við upplýsingalög og rannsóknarreglu stjórnsýslulaganna. Málinu var vísað aftur til FJR og lagt fyrir það að taka efnislega afstöðu í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira