Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 13:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira