Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf. „Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með afleysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi,“ segir Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna.Salóme Ásta telur að heilsugæsluna þurfi að efla markvisst á næstu árum og fjölga læknum. Hún bendir á að nú séu um 200 heilsugæslulæknar í landinu en þurfi að vera um 400 til að það standist samanburð við Norðurlöndin. „Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.“ Hún segir reikningsdæmið ekki vera flókið. „Við erum um 200 núna og á sama tíma erum við að útskrifa um átta á ári og helmingur heilsugæslulækna hættir á næsta áratug vegna aldurs,“ segir Salóme Ásta. „Við getum hæglega fjölgað nemum í heilsugæslulækningum en það vantar fjármagn frá hinu opinbera til að það verði að veruleika. Það eru einstaklingar sem vilja vera heimilislæknar en það er bara ekki pláss fyrir fleiri en 40 nema í einu.“ „Heilsugæslan er orðinn fyrsti viðkomustaður sjúklinga úti á landi. Hins vegar höfum við klárlega ekki náð því hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem kerfið er örlítið flóknara en þó ekki mjög,“ segir Salóme Ásta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira