Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:12 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. Vísir/Vilhelm Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu. Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu.
Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07