Sérfræðingar greina breytingar á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 16:44 Harry Bretaprins og Meghan Markle á viðburði í London þann 12. febrúar síðastliðinn. Getty/Samir Hussein Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Meghan Markle hertogaynja af Sussex hefur verið undir smásjá fjölmiðla síðan hún tók saman við Harry Bretaprins. Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvort bandarískur hreimur Meghan hafi orðið fyrir áhrifum af þeim breska og komast sumir að þeirri niðurstöðu að svo sé. Meghan er fædd í Kaliforníu í Bandaríkjunum og talar ensku með bandarískum hreim. Hún er nú búsett í Bretlandi með eiginmanni sínum, Harry Bretaprins, en þau gengu í hjónaband með pompi og prakt í maí í fyrra.Sjá einnig: Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC er rætt við nokkra sérfræðinga í málvísindum og þeir beðnir um að leggja mat á það hvort hreimur hertogaynjunnar hafi breyst eftir að hún flutti til Bretlands. Hljóðfræði- og framburðarsérfræðingurinn Geoff Lindsey segir í samtali við BBC að mál og framburður Meghan virðist hafa breyst, í það minnsta við ákveðin tilefni. Þar nefndi hann sérhljóða á stangli sem hafi orðið fyrir breskum áhrifum. Dæmi um þetta megi heyra í framburði Meghan á enska orðinu „all“. Þannig heyrist greinilegur breskur framburður á orðinu í máli Meghan þar sem hún ræðir við aðdáendur í Cheshire í júní í fyrra. Hann heyrist hins vegar ekki í framburði Meghan á sama orði í viðtali sem tekið var við hana og Harry í kjölfar trúlofunar þeirra árið áður.Meghan Markle's got a case of the Madonna! She's now speaking with a British accent! It happens! Have you heard Lindsay Lohan talk lately? pic.twitter.com/sexMnNlglc— Perez (@ThePerezHilton) July 6, 2018 Þá bendir Lindsey á framburð Meghan á spurningunni „Did you make that for us?“, eða „Bjóstu þetta til handa okkur?“, sem hún bar undir aðdáanda í Birkenhead í janúar síðastliðnum. Þar sé hreimurinn greinilega frekar breskur en bandarískur. View this post on Instagram#MeghanMarkle greeted well wishers in Birkenhead today - she even met two classmates called Megan and Harry! : @emilynashhello A post shared by HELLO! US (@hellomagus) on Jan 14, 2019 at 6:27am PST Marisa Brook, aðstoðarprófessor í málvísindum við Háskólann í Toronto, bendir jafnframt á að Meghan hafi þróað með sér sérstakan aðalshreim sem hún beiti í samskiptum við almenning í Bretlandi. Brook, sem hefur sérhæft sig í breytingum á talsmáta fólks í sviðsljósinu, segir að Meghan hafi tileinkað sér þessar bresku áherslur viljandi. Áherslunum megi jafnframt líkja við fínan kjól, þ.e. um sé að ræða eins konar búning sem Meghan bregði sér í til að passa inn í ákveðnar aðstæður. Flestir sérfræðinganna eru þó sammála um að breytingar á hinum bandaríska hreim hertogaynjunnar séu afar litlar. Sumir þeirra eru enn fremur á því að afar hæpið sé að halda því fram að nokkrar breytingar hafi orðið á hreim Meghan eftir að hún giftist Harry Bretaprins. Töluvert var fjallað um hreim bandarísku tónlistarkonunnar Madonnu snemma á öldinni en hún hefur dvalið langdvölum í Bretlandi. Madonna var sögð hafa smitast verulega af breskum hreim Lundúnabúa á sínum tíma en hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir þróunina.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. 12. febrúar 2019 21:19